Flýta heimildarmyndinni um Michael Jordan og 1997-98 Bullsliðið um tvo mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 10:00 Michael Jordan fagnar sjötta meistaratitli sínum með fólkinu í Chicago borg eftir sigurinn í lokaúrslitunum árið 1998. Getty/Steve Woltmann Íslenskir sem erlendir NBA-áhugamenn fagna örugglega fréttum næturinnar frá Bandaríkjunum þar sem að ein mest spennandi heimildarmynd um NBA í langan tíma kemur út eftir aðeins „nokkra“ daga í stað þess að koma út eftir meira en tvo mánuði. ESPN og ABC gefa út þessa tíu þátta heimildarmynd og hafa verið að auglýsa hana á síðustu misserum sem hefur um leið byggt upp mikinn spenning með áhugamanna. ABC's much-needed 10-part Michael Jordan documentary will air on April 19th, amid the #NBA's coronavirus suspension https://t.co/6aWspmsrOD— Sports Illustrated (@SInow) March 31, 2020 Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir nýju íþróttaefni nú þegar kórónuveiran hefur stöðvað allar helstu íþróttadeildir og íþróttakappleiki heimsins. NBA-áhugamenn eru þar engin undantekning en á þessum tíma væri farið að styttast vel í úrslitakeppnina sem nær síðan vanalega hámarki í maí og júní. Fyrsti þátturinn af „The Last Dance“ heimildarmyndinni hefur nú verið færður til 19. apríl næstkomandi en áður var á áætlun að hefja sýningar í júní. Það hefur ekki verið gefið út hvernig framhaldið muni líta út. ESPN's long-awaited 10-part documentary on Michael Jordan and the 1997-98 Bulls originally scheduled to launch in June with the NBA Finals instead will make its debut on Sunday, April 19, a report says.https://t.co/eZfqBAVtV2— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) March 31, 2020 1997-98 tímabilið var það síðasta sem Michael Jordan spilaði með Chicago Bulls liðinu en á því vann hann sinn sjötta meistaratitil og endaði lokaleikinn á því að tryggja Bulls liðinu titilinn með síðasta skoti leiksins. Phil Jackson kallaði tímabilið „The Last Dance“ eða „Síðasta dansinn“ af því að hann vissi að liðið væri að fara að leysast upp eftir það enda voru svo margir leikmenn að renna út á samning. Svo fór að Chicago Bulls tefldi fram allt öðru og glænýju liði næsta tímabil á eftir og bæði Phil Jackson, Michael Jordan, Scottie Pippen og fleiri voru þar hvergi sjáanlegir. Heimildarmyndin mun sína gríðarlega mikið af óbirtu myndefni frá þessu 1997-98 tímabili og þá sérstaklega frá því sem gekk á bak við tjöldin. Það verða síðan fullt af viðtölum við alla sem komu að þessu liði og þar á meðal við Michael Jordan. Margir eru sérstaklega spenntir fyrir því hvort þeir fái að sjá meira af því hvernig Michael Jordan var á bak við tjöldin og hvernig hann hegðaði sér sem liðsfélagi. Hér fyrir neðan má sjá eina af auglýsingunum um heimildarmyndina þegar stefnan var á það að gefa hana út í júní. IT'S HAPPENING #TheLastDance | Coming in June pic.twitter.com/YSySzSNZIs— ESPN (@espn) December 24, 2019 NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Íslenskir sem erlendir NBA-áhugamenn fagna örugglega fréttum næturinnar frá Bandaríkjunum þar sem að ein mest spennandi heimildarmynd um NBA í langan tíma kemur út eftir aðeins „nokkra“ daga í stað þess að koma út eftir meira en tvo mánuði. ESPN og ABC gefa út þessa tíu þátta heimildarmynd og hafa verið að auglýsa hana á síðustu misserum sem hefur um leið byggt upp mikinn spenning með áhugamanna. ABC's much-needed 10-part Michael Jordan documentary will air on April 19th, amid the #NBA's coronavirus suspension https://t.co/6aWspmsrOD— Sports Illustrated (@SInow) March 31, 2020 Það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir nýju íþróttaefni nú þegar kórónuveiran hefur stöðvað allar helstu íþróttadeildir og íþróttakappleiki heimsins. NBA-áhugamenn eru þar engin undantekning en á þessum tíma væri farið að styttast vel í úrslitakeppnina sem nær síðan vanalega hámarki í maí og júní. Fyrsti þátturinn af „The Last Dance“ heimildarmyndinni hefur nú verið færður til 19. apríl næstkomandi en áður var á áætlun að hefja sýningar í júní. Það hefur ekki verið gefið út hvernig framhaldið muni líta út. ESPN's long-awaited 10-part documentary on Michael Jordan and the 1997-98 Bulls originally scheduled to launch in June with the NBA Finals instead will make its debut on Sunday, April 19, a report says.https://t.co/eZfqBAVtV2— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) March 31, 2020 1997-98 tímabilið var það síðasta sem Michael Jordan spilaði með Chicago Bulls liðinu en á því vann hann sinn sjötta meistaratitil og endaði lokaleikinn á því að tryggja Bulls liðinu titilinn með síðasta skoti leiksins. Phil Jackson kallaði tímabilið „The Last Dance“ eða „Síðasta dansinn“ af því að hann vissi að liðið væri að fara að leysast upp eftir það enda voru svo margir leikmenn að renna út á samning. Svo fór að Chicago Bulls tefldi fram allt öðru og glænýju liði næsta tímabil á eftir og bæði Phil Jackson, Michael Jordan, Scottie Pippen og fleiri voru þar hvergi sjáanlegir. Heimildarmyndin mun sína gríðarlega mikið af óbirtu myndefni frá þessu 1997-98 tímabili og þá sérstaklega frá því sem gekk á bak við tjöldin. Það verða síðan fullt af viðtölum við alla sem komu að þessu liði og þar á meðal við Michael Jordan. Margir eru sérstaklega spenntir fyrir því hvort þeir fái að sjá meira af því hvernig Michael Jordan var á bak við tjöldin og hvernig hann hegðaði sér sem liðsfélagi. Hér fyrir neðan má sjá eina af auglýsingunum um heimildarmyndina þegar stefnan var á það að gefa hana út í júní. IT'S HAPPENING #TheLastDance | Coming in June pic.twitter.com/YSySzSNZIs— ESPN (@espn) December 24, 2019
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira