Innlent

Kórónuveiruvaktin: Þriðjudagur í þriðju viku samkomubanns

Ritstjórn skrifar
Það hefur verið lítið um að vera í miðborginni frá því að samkomubannið tók gildi fyrr í mánuðinum.
Það hefur verið lítið um að vera í miðborginni frá því að samkomubannið tók gildi fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm

Áfram berast stórtíðindi á nokkurra mínútna fresti af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum sögulega tíma og því mikilvægt að reyna að ná utan um vendingarnar, þó svo að það sé ekki nema til að skrásetja söguna.

Íslendingar eru nú í þriðju viku samkomubanns og því orðnir þaulreyndir í heimaveru, til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar. Staðfest smit á Íslandi eru nú 1086 talsins en nýsmitum hefur fækkað tvo daga í röð. Heildarfjöldi staðfestra smita á heimsvísu er um 800 þúsund.

Hér ætlar Vísir að halda utan um allt sem gerist í málum tengdum kórónuveirunni, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Nýjustu tíðindi birtast hér að neðan og er óþarfi að endurhlaða fréttina til að sjá nýjar færslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×