Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 11:51 Tuttugu og þrjú þúsund manns hafa sótt um bætur hjá Vinnumálastofnun vegna minnkaðs starfshlutfalls. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira