Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 11:51 Tuttugu og þrjú þúsund manns hafa sótt um bætur hjá Vinnumálastofnun vegna minnkaðs starfshlutfalls. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði um 10 til 11 prósent í apríl og maí. Það er rífleg tvöföldun frá því í febrúar. Í mars hafa 23 þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls og 5.400 um almennar atvinnuleysisbætur. Sautján hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki hafa gerst áður að svo margir hafi misst vinnu eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/SigurjónÓ „Í hruninu gerðist þetta ekki svona hratt. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður og það hefur aldrei neitt gerst á þessum hraða,“ segir Unnur. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum. Á föstudag mældist það 13,6% en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar bendir á að fleiri hafi misst vinnuna síðan. Til að mynda sagði Isavia upp 101 starfsmanni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur miklar áhyggjur af stöðunni í bænum.Vísir/ErlaBjörg „Þannig að það má búast við að það sé komið nærri fimmtán prósentum núna,“ segir Kjartan. Þegar horft er til einstakra bæjarfélaga á Suðurnesjum er staðan verst í Reykjanesbæ og Kjartan telur að atvinnuleysið þar mælist nú allt að 17%. „Það sem að við óttumst er að þetta sé ekki búið. Að það eigi eftir að koma meira og jafnvel að atvinnuleysi fari í allt að tuttugu prósent,“ segir hann. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar óttast að atvinnuleysi í bænum geti farið upp í allt að 20% enda tengist mikill fjöldi starfa ferðaþjónustu og flugvellinum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hann býst við fleiri uppsögnum enda tengist mikill fjöldi starfa í bænum sem tengjast flugvellinum og ferðaþjónustu. Helstu áhyggjur lúta að því að ástandið vari í lengri tíma og vísar Kjartan þá til þess að Isavia hafi aðeins að takmörkuðu leyti nýtt sér hlutastarfaúrræði stjórnvalda. „Af því að Isavia telur að samdrátturinn í alþjóðafluginu og ferðaþjónustunni sé ekki skammtímavandi, það er nefnt 12 til 18 mánuðir eða 24 mánuðir, og þess vegna vill félagið ekki nota þessi úrræði sem það lítur á að sé til að leysa skammtímavanda. Að vandi Isavia sé í raun langtímavandi og það er það sem ég óttast mest fyrir okkur,“ segir Kjartan.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira