Lovren líkir árangri Liverpool við góða máltíð Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 07:30 Dejan Lovren í leik með Liverpool á leiktíðinni. VÍSIR/GETTY Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi enska boltans en allt er nú stopp eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Heimasíða Liverpool ákvað þar af leiðandi að heyra í króatíska varnarmanninum og hann er eðlilega ánægður með árangurinn undanfarin ár. „Þetta er ákveðið námsferli. Hryggurinn í liðinu hefur verið lengi og þetta byrjaði allt með þjálfaranum - hann hefur gert frábæra hulti frá því að hann kom til félagsins. Hann hefur sýnt öllum að hann hefur færnina og hæfileikana til þess að stýra liðinu, bæði á erfiðum og góðum augnablikum,“ sagði Lovren. „Við höfum ekki hætt að leggja á okkur. Við erum áfram hungraðir og það er það sem hann kom með inn í félagið. Við erum alltaf hungraði og munum verða það áfram. Þegar þú býrð til góða máltíð, viltu gera hana aftur og þú vilt ekki hætta. Það er það sem heldur okkur á tánum. Við viljum sýna öllum hvað við getum.“ "Once you try a good meal, you want to try it again - you don't stop." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2020 „Það er mikilvægt að hafa góða blöndu af leikmönnum sem eru á yngri árum, á miðárunum og svo reynslumikla leikmenn. Ég held að við höfum þetta frábæra jafnvægi. Við erum vanir því að spila í úrslitaleikjum og í stórum leikjum og við vitum hvernig á að höndla það.“ „Jafnvel þó að við séum að tapa 1-0 þá vitum við hvað við eigum að gera og því er mikilvægt að hafa þetta jafnvægi. Ef við höldum mikilvægum leikmönnum og hryggnum í liðinu þá mun liðið bara vaxa.“ Leikmenn Liverpool reyna að halda sér í formi heima fyrir en Króatinn segir að þetta sé erfitt. Hann þakkar þá framlínunni. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla. Eina sem við getum gert er að vera heima og hlusta á ráð stjórnvalda. Allir vita að fólkið í heilbrigðiskerfinu er að leggja hart á sig og við ættum að þakka þeim sem standa í framlínunni,“ sagði Króatinn. Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins séu hungraðir í enn meiri árangur og vonast til þess að hryggjasúlan verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Hann hrósar Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í hástert. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi enska boltans en allt er nú stopp eins og kunnugt er vegna kórónuveirunnar. Heimasíða Liverpool ákvað þar af leiðandi að heyra í króatíska varnarmanninum og hann er eðlilega ánægður með árangurinn undanfarin ár. „Þetta er ákveðið námsferli. Hryggurinn í liðinu hefur verið lengi og þetta byrjaði allt með þjálfaranum - hann hefur gert frábæra hulti frá því að hann kom til félagsins. Hann hefur sýnt öllum að hann hefur færnina og hæfileikana til þess að stýra liðinu, bæði á erfiðum og góðum augnablikum,“ sagði Lovren. „Við höfum ekki hætt að leggja á okkur. Við erum áfram hungraðir og það er það sem hann kom með inn í félagið. Við erum alltaf hungraði og munum verða það áfram. Þegar þú býrð til góða máltíð, viltu gera hana aftur og þú vilt ekki hætta. Það er það sem heldur okkur á tánum. Við viljum sýna öllum hvað við getum.“ "Once you try a good meal, you want to try it again - you don't stop." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2020 „Það er mikilvægt að hafa góða blöndu af leikmönnum sem eru á yngri árum, á miðárunum og svo reynslumikla leikmenn. Ég held að við höfum þetta frábæra jafnvægi. Við erum vanir því að spila í úrslitaleikjum og í stórum leikjum og við vitum hvernig á að höndla það.“ „Jafnvel þó að við séum að tapa 1-0 þá vitum við hvað við eigum að gera og því er mikilvægt að hafa þetta jafnvægi. Ef við höldum mikilvægum leikmönnum og hryggnum í liðinu þá mun liðið bara vaxa.“ Leikmenn Liverpool reyna að halda sér í formi heima fyrir en Króatinn segir að þetta sé erfitt. Hann þakkar þá framlínunni. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir alla. Eina sem við getum gert er að vera heima og hlusta á ráð stjórnvalda. Allir vita að fólkið í heilbrigðiskerfinu er að leggja hart á sig og við ættum að þakka þeim sem standa í framlínunni,“ sagði Króatinn.
Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira