Segir brottför Cristiano Ronaldo frá Man. Utd eiga þátt í sigri Íslands á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 10:00 Cristiano Ronaldo mætti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sumarið 2016. Leik liðanna endaði með 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Getty/Ian MacNicol Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube
Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti