Heimapartýin um helgina ekki brotleg við samkomubann Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2020 11:55 Það hefur verið lítið um að vera í miðborginni frá því að samkomubannið tók gildi um miðjan marsmánuð. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir háværa umræðu á samfélagsmiðlum um hið gagnstæða segir lögreglan að nýliðin helgi hafi verið hin rólegasta. Tilkynningar um hávaða í heimahúsum voru þannig ekki fleiri en „gengur og gerist um venjulega helgi“ að sögn setts lögreglustjóra í borginni. Ekkert tilfelli var talið brotlegt við yfirstandandi samkomubann. Svo virðist sem fólk hafi fagnað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að lyfta sér upp um helgina, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum. Það væri þó ekki í fyrsta sinn, því almannavarnir fengu ábendingar í síðustu viku um að fólk hafi „byrjað að slaka á“ eftir að greint var frá breytingum á samkomubanninu eftir 4. maí. Sjá einnig: Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, af því tilefni á upplýsingafundi almannavarna á fimmtudag. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu.“ Þessi brýning Víðis virðist þó hafa farið framhjá hluta landsmanna, sem birtu myndir af sér við margvíslegan gleðskap um helgina á samfélagsmiðlum. Færslurnar fóru fyrir brjóstið á netverjum sem hvöttu landa sína til að láta af skemmtanahaldinu, baráttan væri ekki búin. Ok það er eitt að vera fáviti og bjóða öllum vinum sínum í partý í þessu ástandi en það er next level stupid að blasta því í instagramstory— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) April 19, 2020 Okey snilld. Miðað við Instagram story rúnt þessa sunnudagsmorguns þá er samkomubann búið og það þarf ekkert að pæla i tveggja metra reglunni eða neitt. Jibbíkóla. I swear to god ef hlutir fara illa og allt eyðileggst þá mun ég kveikja í húsunum ykkar. Virðið fokking reglurnar— Jón Már (@jonmisere) April 19, 2020 Pistill Sigríðar Karlsdóttur um þetta efni hefur þannig farið víða. Þar skrifar hún til fólks sem orðið er værukært í samkomubanni. „Sjáiði ekki virðingaleysið? Takið nú rakettuna úr rassinum á ykkur. Takið lika hausinn þaðan út til að þið getið áttað ykkur á heildarmyndinni,“ skrifar Sigríður meðal annars. Víðir segir í samtali við Bítið að þrátt fyrir að staðan í baráttunni sé góð og að greina megi jákvæð teikn víða hafi „örfáir kannski slakað aðeins of mikið á.“ Þannig hafi lögreglan fengið „of mörg hávaðaútköll um helgina,“ auk þess sem dæmi sé um að „neikvæðu hliðar samfélagsins“ séu að fara í gang aftur eftir að hægt hafði á þeim á síðustu vikum. Því sé mikilvægt að hinn mikli meirihluti sem standi sig vel leiðbeini þeim sem misstígi sig. Þó svo að borið hafi á skemmtanahaldi um helgina virðist það þó ekki hafa fallið utan settra regla um samkomubann, ef marka má upplýsingar frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur, setts lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti hafi verið „nokkuð rólegt í borginni um síðastliðna helgi.“ Þannig hafi lögreglu borist 14 tilkynningar um hávaða í heimahúsum frá klukkan 20 á föstudagskvöld fram til klukkan 20 í gær. Lögreglan telur að ekki í neinu þessara tilvika hafi hin háværu gerst brotleg við gildandi samkomubann - „og ekki er um að ræða fleiri tilvik en gengur og gerist um venjulega helgi,“ að sögn Huldu Elsu. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Þrátt fyrir háværa umræðu á samfélagsmiðlum um hið gagnstæða segir lögreglan að nýliðin helgi hafi verið hin rólegasta. Tilkynningar um hávaða í heimahúsum voru þannig ekki fleiri en „gengur og gerist um venjulega helgi“ að sögn setts lögreglustjóra í borginni. Ekkert tilfelli var talið brotlegt við yfirstandandi samkomubann. Svo virðist sem fólk hafi fagnað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að lyfta sér upp um helgina, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum. Það væri þó ekki í fyrsta sinn, því almannavarnir fengu ábendingar í síðustu viku um að fólk hafi „byrjað að slaka á“ eftir að greint var frá breytingum á samkomubanninu eftir 4. maí. Sjá einnig: Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, af því tilefni á upplýsingafundi almannavarna á fimmtudag. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu.“ Þessi brýning Víðis virðist þó hafa farið framhjá hluta landsmanna, sem birtu myndir af sér við margvíslegan gleðskap um helgina á samfélagsmiðlum. Færslurnar fóru fyrir brjóstið á netverjum sem hvöttu landa sína til að láta af skemmtanahaldinu, baráttan væri ekki búin. Ok það er eitt að vera fáviti og bjóða öllum vinum sínum í partý í þessu ástandi en það er next level stupid að blasta því í instagramstory— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) April 19, 2020 Okey snilld. Miðað við Instagram story rúnt þessa sunnudagsmorguns þá er samkomubann búið og það þarf ekkert að pæla i tveggja metra reglunni eða neitt. Jibbíkóla. I swear to god ef hlutir fara illa og allt eyðileggst þá mun ég kveikja í húsunum ykkar. Virðið fokking reglurnar— Jón Már (@jonmisere) April 19, 2020 Pistill Sigríðar Karlsdóttur um þetta efni hefur þannig farið víða. Þar skrifar hún til fólks sem orðið er værukært í samkomubanni. „Sjáiði ekki virðingaleysið? Takið nú rakettuna úr rassinum á ykkur. Takið lika hausinn þaðan út til að þið getið áttað ykkur á heildarmyndinni,“ skrifar Sigríður meðal annars. Víðir segir í samtali við Bítið að þrátt fyrir að staðan í baráttunni sé góð og að greina megi jákvæð teikn víða hafi „örfáir kannski slakað aðeins of mikið á.“ Þannig hafi lögreglan fengið „of mörg hávaðaútköll um helgina,“ auk þess sem dæmi sé um að „neikvæðu hliðar samfélagsins“ séu að fara í gang aftur eftir að hægt hafði á þeim á síðustu vikum. Því sé mikilvægt að hinn mikli meirihluti sem standi sig vel leiðbeini þeim sem misstígi sig. Þó svo að borið hafi á skemmtanahaldi um helgina virðist það þó ekki hafa fallið utan settra regla um samkomubann, ef marka má upplýsingar frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur, setts lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti hafi verið „nokkuð rólegt í borginni um síðastliðna helgi.“ Þannig hafi lögreglu borist 14 tilkynningar um hávaða í heimahúsum frá klukkan 20 á föstudagskvöld fram til klukkan 20 í gær. Lögreglan telur að ekki í neinu þessara tilvika hafi hin háværu gerst brotleg við gildandi samkomubann - „og ekki er um að ræða fleiri tilvik en gengur og gerist um venjulega helgi,“ að sögn Huldu Elsu.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira