Ætla að setja smitrakningaforritið í loftið á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 15:58 Alma Möller landlæknir sagði í gríni að engu breytti þótt 1. apríl væri á morgun. Forritið yrði kynnt. Vísir/Vilhelm Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40
Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35