Aflétta hertum aðgerðum í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 15:43 Þingeyri er eitt af þeim þorpum þar sem slakað verður á hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/Egill Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent