Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:36 Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var skotinn til bana í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá fyrsta staðnum sem hann réðst á. AP/Andrew Vaughan Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax. Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax.
Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40
Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent