Ásgeir um Guðmund: Lausnin hans sú besta í heiminum og leikmennirnir byrja að trúa því Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 07:00 Ásgeir Örn lék lengi undir stjórn Guðmundar hjá landsliðinu og ber honum söguna vel. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira