Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu.
Ólafur Darri Ólafsson og Vala Kristín Eiríksdóttir spjalla saman um lífið og listina. Þau fara yfir leikritið Oleanna eftir David Mamet sem þau munu frumsýna á næsta leikári, muninn á því að vinna leikhúsi og kvikmyndum, og margt fleira.
Hægt er að horfa hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á kerfum Vodafone og Símans og í Stöð 2 appinu.