Segir Fram-liðið í ár eitt það sterkasta sem hann hefur þjálfað Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 22:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari Fram segir að liðið sem hann vann deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með í vetur sé eitt besta lið sem hann hefur þjálfað á sínum ferli. Stefán hefur verið einn sigursælasti þjálfari íslenska kvennahandboltans undanfarin ár; bæði hjá Val og Fram. Framstúlkur voru efstar í Olís-deild kvenna er Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins og var þeim úthlutað deildarmeistaratitlinum. Þær höfðu þegar orðið bikarmeistarar og voru líklegastar til að vinna alla titlana sem í boði voru. Stefán var í setti Seinni bylgjunnar í gær ásamt keppinaut sínum hjá Val, Ágústi Jóhannssyni. „Þetta er fyrsti deildarmeistaratitillinn sem ég vinn með Fram. Við erum mjög ánægðar með hann því við spiluðum heilt yfir mjög vel. Það er ekki oft sem ég hef þjálfað lið sem er jafn sterkt varnar- og sóknarlega eins og við vorum með í ár. Við unnum flesta leiki stórt og við eigum þennan titil skilið finnst mér. Við erum með 18-20 manna hóp og vorum með ungt lið í Grill 66 og það vinnur með níu stiga forskot á FH. Það er líka virkilega vel gert. Þetta tímabil hjá Fram er virkilega gott,“ sagði Stefán. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um tímabilið Hann segir að það sé ekkert mikil svekkelsi að úrslitakeppnin hafi ekki verið klárað vegna kórónuveirunnar en hann er þó nokkuð ósáttur að deildarkeppnin sjálf hafi ekki verið kláruð. „Það kemur samkomubann 13. mars og við áttum að spila við Stjörnuna 11. mars. Við hefðum viljað fá að spila þann leik. Það er mesta svekkelsið. Annað skilur maður mjög vel.“ Stefán segir að allt hafi smollið í ár og breiddin hafi verið góð. „Við vorum með besta mannskapinn í ár. Við vorum með gott lið fyrir en svo fengum við þrjá mjög sterka leikmenn úr mjólkurbænum. Þær styrktu okkur mikið og það var meiri samkeppni. Æfingarnar voru mjög góðar og það skilaði sér í þessum leikjum. Það er ótrúleg forréttindi að vera með svona mikla breidd eins og ég hafði í vetur,“ en hefði Fram rúllað yfir úrslitakeppnina? „Það hefði verið fáránlegt að segja já því þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum en við hefðum átt góða möguleika.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira