Hleypur 310 km fyrir Þór/KA og Hamrana: „Alveg nógu þrjóskur til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 23:00 Þór/KA á dyggan bakhjarl í Haraldi Ingólfssyni. VÍSIIR/BÁRA Það er leitun að dyggari stuðningsmanni en Haraldi Ingólfssyni sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í apríl til styrktar liðum Þórs/KA og Hamranna í fótbolta kvenna. Haraldur hefur starfað í kringum liðin og vildi leggja hönd á plóg í fjáröflunarstarfi þeirra. Þess vegna leggur hann af stað kl. 9.30 á Þórsvelli á morgun og hleypur fyrstu kílómetrana af þeim 310 sem hann ætlar að fara í apríl. „Íþróttafólk er sífellt að vinna og selja í alls konar fjáröflunum. Stelpurnar í Þór/KA og Hömrunum selja nú ýmislegt, meðal annars klósettpappír sem gæti nú verið vinsæll þessa dagana. Um miðjan febrúar voru þær að selja sokka frá Smart Socks og þá kom komment frá Stefáni Frey í stjórn Þórs/KA um hvort ég ætlaði ekki að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem sú söluhæsta myndi selja. Ef einhver myndi selja 15 pör myndi ég þá hlaupa 15 kílómetra. Ég náttúrulega svaraði án þess að hugsa og sagðist myndu hlaupa kílómetra fyrir hvert par sem þær seldu allar saman. Þetta gekk til 15. mars og þá voru kallaðar inn sölutölur. Þá voru komin 310 pör og þá var ekki annað að gera en að standa við það. Ég ætla því að hlaupa 310 kílómetra í apríl,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Haraldur kveðst búinn að bæta hlaupaformið síðustu daga en hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra á dag að meðaltali. Hann stefnir hins vegar á að hlaupa frekar 12-14 kílómetra hverju sinni svo hann fái frídaga inn á milli: „Ég næ að klára þetta. Ég er alveg nógu þrjóskur til þess. Það stóð nú ekki í smáa letrinu en ég á nú von á því að þetta verði ekki allt það sem að vanir hlauparar myndu kalla „hlaup“. Ég kannski frekar skokka og svo kemur kannski einn og einn 400 metra hringur þar sem ég geng rösklega rétt til að ná andanum.“ Klippa: Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa rúma 300km Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Akureyri Sportið í dag Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Það er leitun að dyggari stuðningsmanni en Haraldi Ingólfssyni sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í apríl til styrktar liðum Þórs/KA og Hamranna í fótbolta kvenna. Haraldur hefur starfað í kringum liðin og vildi leggja hönd á plóg í fjáröflunarstarfi þeirra. Þess vegna leggur hann af stað kl. 9.30 á Þórsvelli á morgun og hleypur fyrstu kílómetrana af þeim 310 sem hann ætlar að fara í apríl. „Íþróttafólk er sífellt að vinna og selja í alls konar fjáröflunum. Stelpurnar í Þór/KA og Hömrunum selja nú ýmislegt, meðal annars klósettpappír sem gæti nú verið vinsæll þessa dagana. Um miðjan febrúar voru þær að selja sokka frá Smart Socks og þá kom komment frá Stefáni Frey í stjórn Þórs/KA um hvort ég ætlaði ekki að hlaupa einn kílómetra fyrir hvert sokkapar sem sú söluhæsta myndi selja. Ef einhver myndi selja 15 pör myndi ég þá hlaupa 15 kílómetra. Ég náttúrulega svaraði án þess að hugsa og sagðist myndu hlaupa kílómetra fyrir hvert par sem þær seldu allar saman. Þetta gekk til 15. mars og þá voru kallaðar inn sölutölur. Þá voru komin 310 pör og þá var ekki annað að gera en að standa við það. Ég ætla því að hlaupa 310 kílómetra í apríl,“ sagði Haraldur í Sportinu í dag. Haraldur kveðst búinn að bæta hlaupaformið síðustu daga en hann þarf að hlaupa rúmlega 10 kílómetra á dag að meðaltali. Hann stefnir hins vegar á að hlaupa frekar 12-14 kílómetra hverju sinni svo hann fái frídaga inn á milli: „Ég næ að klára þetta. Ég er alveg nógu þrjóskur til þess. Það stóð nú ekki í smáa letrinu en ég á nú von á því að þetta verði ekki allt það sem að vanir hlauparar myndu kalla „hlaup“. Ég kannski frekar skokka og svo kemur kannski einn og einn 400 metra hringur þar sem ég geng rösklega rétt til að ná andanum.“ Klippa: Haraldur Ingólfsson ætlar að hlaupa rúma 300km Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Akureyri Sportið í dag Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira