Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 07:44 Stór hluti fyrirtækjanna er í sjávarútvegi. Vísir/Jóhann Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira