Juventus gæti þurft að selja Ronaldo vegna COVID-19 og þá mögulega til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:00 Það myndu örugglega margir fagna því að sjá Cristiano Ronaldo aftur í búningi Manchester United. Getty/Koji Watanabe Ítalskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir að Juventus nái að halda öllum sínum stjörnum eftir að kórónuveiran hefur farið sérstaklega illa með allt og alla á Ítalíu. Tvær af stjörnum liðsins eru orðaðar við Manchester United. Svo alvarlegt er ástandið í Tórínó borg að ítalska blaðið Il Messagero telur að Juventus gæti þurft að selja Cristiano Ronaldo til að fá inn pening og losna um leið við að borga gríðarlega há laun hans. Manchester United alerted to Cristiano Ronaldo availability and more transfer rumours #mufchttps://t.co/LMf8eH62Em— Man United News (@ManUtdMEN) March 31, 2020 Cristiano Ronaldo gaf eftir 3,4 milljónir punda af launum sínum í þessari viku eða 602 milljónir íslenskra króna en Juventus samdi um að borga honum 28 milljónir punda á ári eða meira en 4,9 milljarða íslenskra króna. Það sem eykur líkurnar á áhuga félaga á Ronaldo er ekki aðeins að hann sé enn einn besti knattspyrnumaður heims heldur einnig að staðan á Ítalíu og skyndisala sem þessi hefur áhrif á verðið. Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid fyrir 102 milljónir punda sumarið 2018 en gæti þurft að selja hann á aðeins 60 milljónir punda. A growing concern for Juventus could lead to a Ronaldo reunion for Manchester United, report claims... https://t.co/VP9uPY9PrK— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 1, 2020 Cristiano Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en er enn spennandi kostur fyrir mörg félög. Manchester United er talið vera eitt af þeim félögum sem myndu sína honum mestan áhuga en þar sló hann fyrst í gegn í byrjun ferils síns. Það væri vissulega fallegur endir fyrir Manchester United að fá Cristiano Ronaldo aftur heim en í umræddri grein eru forráðamenn Paris Saint Germain einnig sagðir mjög áhugasamir um að kaupa portúgalska landsliðsmanninn. Manchester United gæti reyndar keypt tvær af stjörnum Juventus liðsins því enska félagið er nú einnig orðað við hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt. United var á eftir honum síðasta sumar en hann fór þá frá Ajax til Juventus. Nú gæti hann verið í boði fyrir enska félagið og það væri vissulega spennandi kaup líka. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir að Juventus nái að halda öllum sínum stjörnum eftir að kórónuveiran hefur farið sérstaklega illa með allt og alla á Ítalíu. Tvær af stjörnum liðsins eru orðaðar við Manchester United. Svo alvarlegt er ástandið í Tórínó borg að ítalska blaðið Il Messagero telur að Juventus gæti þurft að selja Cristiano Ronaldo til að fá inn pening og losna um leið við að borga gríðarlega há laun hans. Manchester United alerted to Cristiano Ronaldo availability and more transfer rumours #mufchttps://t.co/LMf8eH62Em— Man United News (@ManUtdMEN) March 31, 2020 Cristiano Ronaldo gaf eftir 3,4 milljónir punda af launum sínum í þessari viku eða 602 milljónir íslenskra króna en Juventus samdi um að borga honum 28 milljónir punda á ári eða meira en 4,9 milljarða íslenskra króna. Það sem eykur líkurnar á áhuga félaga á Ronaldo er ekki aðeins að hann sé enn einn besti knattspyrnumaður heims heldur einnig að staðan á Ítalíu og skyndisala sem þessi hefur áhrif á verðið. Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid fyrir 102 milljónir punda sumarið 2018 en gæti þurft að selja hann á aðeins 60 milljónir punda. A growing concern for Juventus could lead to a Ronaldo reunion for Manchester United, report claims... https://t.co/VP9uPY9PrK— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 1, 2020 Cristiano Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en er enn spennandi kostur fyrir mörg félög. Manchester United er talið vera eitt af þeim félögum sem myndu sína honum mestan áhuga en þar sló hann fyrst í gegn í byrjun ferils síns. Það væri vissulega fallegur endir fyrir Manchester United að fá Cristiano Ronaldo aftur heim en í umræddri grein eru forráðamenn Paris Saint Germain einnig sagðir mjög áhugasamir um að kaupa portúgalska landsliðsmanninn. Manchester United gæti reyndar keypt tvær af stjörnum Juventus liðsins því enska félagið er nú einnig orðað við hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt. United var á eftir honum síðasta sumar en hann fór þá frá Ajax til Juventus. Nú gæti hann verið í boði fyrir enska félagið og það væri vissulega spennandi kaup líka.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira