Tryggja á að transbörn geti stundað íþróttir til jafns við önnur börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 22:47 Áætlunin gildir til ársins 2030 en þar er meðal annars stefnt að því að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi reglulega hreyfingu og íþróttir í skipulögðu starfi. Vísir/Vilhelm Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi.
Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira