Tryggja á að transbörn geti stundað íþróttir til jafns við önnur börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 22:47 Áætlunin gildir til ársins 2030 en þar er meðal annars stefnt að því að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi reglulega hreyfingu og íþróttir í skipulögðu starfi. Vísir/Vilhelm Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi.
Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira