Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 13:41 Vilhjálmur Birgisson kveður varaforsetaembættið hjá ASÍ. visir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ. Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sendi Drífu Snædal forseta ASÍ bréf í morgun þar sem hann sagði sig frá starfi fyrsta varaforseta Alþýðusambandsins. Hann tók við stöðunni í október árið 2018. Vilhjálmur segist ósammála nálgun Drífu á þá stöðu sem upp er komin í vinnumarkaðsmálum vegna kórónuveirunnar, auk þess sem „djúpstæður ágreiningur“ sé innan hluta samninganefndar ASÍ. Vilhjálmur greinir sjálfur frá uppsögn sinni í færslu á Facebook þar sem hann lýsir undrun á ummælum Drífu þess efnis að ASÍ geti ekki hugsað sér að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna. Tillagan hafi verið borin upp vegna síversnandi rekstrarskilyrða fyrirtækja í faraldrinum. Aukinheldur sögðu Samtök atvinnurekenda í morgun að ASÍ hafi ekki hugnast að skjóta launahækkunum á frest í þessu árferði, eins og gert var eftir hrun. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launafólk á þessum launahækkunum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór [Ingólfsson] hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelfingar ástands sem ríkir á vinnumarkaðnum vegna faraldursins,“ skrifar Vilhjálmur. Vísar hann þar til fyrrnefndra hugmynda um lækkun mótframlags atvinnurekenda, úr 11,5% í 8%, meðan faraldurinn gengur yfir. Með því hefði mátt verja atvinnuöryggi fólks, nú þegar mikil ásókn er í hlutabótaleið stjórnvalda og atvinnuleysi hefur stóraukist. Sjá einnig: Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Þessi hugmynd hafi þó ekki hlotið hljómgrunn hjá ASÍ. „Það þýðir ákvörðun um að skerða réttindi fólks, lífeyrisréttindi, til framtíðar. Það er mjög stór ákvörðun og eitthvað sem við treystum okkur ekki til að gera enda höfum við ekki heimild til að skerða réttindi fólks bara sí svona. Það hefur verið svolítil tilhneiging að vaða inn í lífeyrisréttindi fólks til þess að fjármagna hitt og þetta og lífeyrissjóðirnir liggja svolítið vel við höggi,“ sagði Drífa Snædal t.a.m. í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vilhjálmur segist ósáttur við þetta, svo virðist vera sem að „sumir í verkalýðshreyfingunni líti á lífeyrissjóðina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagnrýna né snerta,“ skrifar Vilhjálmur áður en hann segir frá fyrrnefndri uppsögn sinni. Færslu hans má sjá hér að ofan. Drífa Snædal sendi frá sér eigin færslu vegna vendinga dagsins þar sem hún segist m.a. harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ.
Vistaskipti Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48