Hinsegin dagar fara fram en verða aðlagaðir að breyttum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 12:30 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson er formaður Hinsegin daga. Hann segir hátíðina verða haldna í ár þrátt fyrir takmarkanir á samkomum. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur. Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur.
Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira