Hinsegin dagar fara fram en verða aðlagaðir að breyttum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 12:30 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson er formaður Hinsegin daga. Hann segir hátíðina verða haldna í ár þrátt fyrir takmarkanir á samkomum. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur. Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir að hátíðin verði haldin í ár þrátt fyrir takmarkanir á fjölda þeirra sem munu mega koma saman vegna kórónuveirufaraldursins. Hátíðin verði löguð að breyttum aðstæðum og reynt að bjóða sem flestum að taka þátt þrátt fyrir takmarkanirnar, meðal annars með því að nýta netið, sjónvarp og jafnvel útvarp. Aðspurður hvernig undirbúningur hátíðarinnar gangi á þessum einstöku tímum segir Vilhjálmur að stór hluti sé að fylgjast með stöðunni og reyna að búa til sviðsmyndir. „Það er að segja verður 2000 manna hámarks samkomubann og tveggja metra regla þá inn í því eða ekki, verður talan í 500, og ef það koma upp einhver hópsmit þá gerum við ráð fyrir því að þurfa að hætta við viðburði. Við erum að reyna að ná eins skýrri mynd og hægt er þegar maður veit ekki mikið,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þá sé verið að skoða hvaða aðrar leiðir er hægt að fara til að halda hátíðina og gera hana þannig úr garði að hún nái til sem flestra. Staðan metin frá degi til dags „Þetta eru margar sviðsmyndir sem við erum að draga upp og við þurfum bara að taka stöðuna frá degi til dags,“ segir Vilhjálmur. Svona aðstæður séu óvanalegar þegar verið sé að skipuleggja 80 þúsund til 100 þúsund manna viðburð; vaninn sé að maður hafi einhvern fastan punkt og vinni út frá honum. Spurður út í það hvort stjórn Hinsegin daga hafa fengið einhverjar upplýsingar um það hvenær ákvörðun yfirvalda um hversu margir megi koma saman í sumar mun liggja segir Vilhjálmur að þau séu í samtali við Reykjavíkurborg en engar upplýsingar sé enn að fá um þetta. „Það er verið að reyna að halda þessu sem opnustu og þau vonast til að geta verið með sem minnstar takmarkanir en það er náttúrulega erfitt að lofa því þegar það er svona mikið undir. Maður sýnir því skilning að maður sé ekki kominn með upplýsingarnar en manni er farið að lengja eftir þeim. Það væri í rauninni betra að vita núna um þröngar takmarkanir og geta unnið út frá þeim fyrir okkar hátíð heldur en að vera að giska til mjög lengi. Á sama tíma skilur maður þetta mjög vel og forgangsatriðið er auðvitað bara að hafa heilbrigða þjóð. En við ætlum að vera með hátíðina,“ segir Vilhjálmur. Helst að skoða hvernig hægt er að koma Gleðigöngunni til skila Hann bendir á að Hinsegin dagar standi frá þriðjudegi til sunnudags og allir viðburðir hátíðarinnar, fyrir utan sjálfa Gleðigönguna, falli undir 2000 manna samkomubann, það er viðburðirnir eru ekki fjölmennari en það. Þá viðburði væri þá hægt að halda en spurningin sé þá hvort tveggja metra reglan verði enn í gildi. Stærsta málið sé því í raun gangan sem svo margir taka þátt í eða allt að 100 þúsund manns. „Við erum helst að skoða hvernig við getum komið göngunni, sem okkar er helsti tilgangur, hvernig getum við komið henni til skila og þá útfært hana. Getum við haft hverfisgöngur, getum við lengt leiðina þannig að það sé bara keyrt og farin lengri vegalengd? Þannig að það er allt uppi í lofti og alls konar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur.
Samkomubann á Íslandi Hinsegin Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent