Fimm frumvörp og upplýsingaóreiða Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2020 13:07 Stjórnarandstaðan telur að ríkisstjórnin geti gert betur í að styðja við heimilin og nýsköpun í þeim frumvörpum sem nú eru rædd á Alþingi og öll tengjast viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirunni. Stöð 2/Sigurjón Fimm stjórnarfrumvörp sem tengjast þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegan kórónuveirufaraldurins verða til umræða á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins undrast að þjóðaröryggisráð hafi áhyggjur af upplýsingaóreiðu um þessar mundir. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um öll frumvörpin á Alþingi í dag og koma þeim til nefnda en lokaafgreiðsla og atkvæðagreiðslur fari fram eftir helgi. Þetta eru frumvörp um fjáraukalög, um fjárstuðning til minni rekstraraðila, frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna kórónufaraldursins, um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og matvælasjóð. Auk þess kemur þingsályktunartillaga frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar um aðgerðir í þágu atvinnulausra til umræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins undraðist það í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að á sama tíma og glímt væri við kórónuveirufaraldurinn þar sem daglegar upplýsingar almannavarna og heilbrigðisyfirvalda væru mjög góðar hefði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áhyggjur af upplýsingaóreiðu. Þjóðaröryggisráð Bretlands og annarra ríkja funduðu daglega um faraldurinn en lítið færi fyrir fundum ráðsins hér. „Mér skilst að íslenska þjóðaröryggisráðið hafi ekki fundað til að ræða málið. En þó ákveðið núna að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid19,” sagði Sigmundur Davíð og vildi fá að vita hvað forsætisráðherra væri að leggja til með stofnun nefndar til að fylgjast með umræðu um kórónuveirufaraldurinn. „Varla á að fara að ritskoða íslenska fjölmiðla. Er þá ætlunin að reyna að fylgjast með Netinu og leiðrétta allt það bull sem kynni að finnast þar? Þetta finnst mér afar sérkennilegt,” sagði formaður Miðflokksins. Forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisráð hafa fundað um kórónuveirufaraldurinn og ekki stæði til að innleiða ritskoðun á íslenskum fjölmiðlum. Upplýsingaóreiða væri til umræðu hjá fjölda þjóða. „Er eðlilegt að við tökum þátt í því alþjóðlega samtali og kortleggjum hvernig þessu er háttað á Íslandi? Já. Er eðlilegt að það sé gert á vettvangi þjóðaröryggisráðs? Það tel ég vera. Er þetta nýtt umfjöllunarefni? Nei,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Fimm stjórnarfrumvörp sem tengjast þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegan kórónuveirufaraldurins verða til umræða á Alþingi í dag. Formaður Miðflokksins undrast að þjóðaröryggisráð hafi áhyggjur af upplýsingaóreiðu um þessar mundir. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um öll frumvörpin á Alþingi í dag og koma þeim til nefnda en lokaafgreiðsla og atkvæðagreiðslur fari fram eftir helgi. Þetta eru frumvörp um fjáraukalög, um fjárstuðning til minni rekstraraðila, frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna kórónufaraldursins, um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og matvælasjóð. Auk þess kemur þingsályktunartillaga frá Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar um aðgerðir í þágu atvinnulausra til umræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins undraðist það í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að á sama tíma og glímt væri við kórónuveirufaraldurinn þar sem daglegar upplýsingar almannavarna og heilbrigðisyfirvalda væru mjög góðar hefði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áhyggjur af upplýsingaóreiðu. Þjóðaröryggisráð Bretlands og annarra ríkja funduðu daglega um faraldurinn en lítið færi fyrir fundum ráðsins hér. „Mér skilst að íslenska þjóðaröryggisráðið hafi ekki fundað til að ræða málið. En þó ákveðið núna að stofna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við Covid19,” sagði Sigmundur Davíð og vildi fá að vita hvað forsætisráðherra væri að leggja til með stofnun nefndar til að fylgjast með umræðu um kórónuveirufaraldurinn. „Varla á að fara að ritskoða íslenska fjölmiðla. Er þá ætlunin að reyna að fylgjast með Netinu og leiðrétta allt það bull sem kynni að finnast þar? Þetta finnst mér afar sérkennilegt,” sagði formaður Miðflokksins. Forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisráð hafa fundað um kórónuveirufaraldurinn og ekki stæði til að innleiða ritskoðun á íslenskum fjölmiðlum. Upplýsingaóreiða væri til umræðu hjá fjölda þjóða. „Er eðlilegt að við tökum þátt í því alþjóðlega samtali og kortleggjum hvernig þessu er háttað á Íslandi? Já. Er eðlilegt að það sé gert á vettvangi þjóðaröryggisráðs? Það tel ég vera. Er þetta nýtt umfjöllunarefni? Nei,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00 Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15 Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22. apríl 2020 12:00
Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. 22. apríl 2020 10:15
Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12