Þingmaður VG lýsir vonbrigðum með viðbrögð ASÍ: „Er launafólk ekki fólk?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira