Þingmaður VG lýsir vonbrigðum með viðbrögð ASÍ: „Er launafólk ekki fólk?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira