Fólk hvatt til útiveru á sumardaginn fyrsta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:45 Það gæti verið tilvalið að skella sér út að hjóla í dag, fyrst hátíðahöld falla víðast hvar niður. Vísir/vilhelm Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira