Annað neyðarástand má ekki gleymast á tímum faraldursins Heimsljós 24. apríl 2020 12:26 Ljósmynd frá Súdan UNHCR/Bith Bol Ayuel Dau Heimsfaraldurinn sem nú geisar af völdum kórónaveirunnar er viðbót við annað neyðarástand víðs vegar um heiminn sem má ekki gleymast né draga úr stuðningi við, sögðu fulltrúar stofnana Sameinuðu þjóðanna á fjarfundi í vikunni þar sem undirstrikað var mikilvægi samhæfingar í yfirstandandi faraldri og samstarf við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO). Jafnframt var kallað eftir auknum aðgerðum í þágu kvenna, mikilvægi skólamáltíða og fæðuöryggis. Á fjarfundinum voru fulltrúar UN Women, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDPI) ásamt framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Að mati framkvæmdastjóra WHO þarf að leggja áherslu á að koma hlífðarbúnaði til þeirra ríkja sem á þurfa að halda, með áherslu á Afríkuþjóðir, útvega grímur, hlífðargleraugu og annan nauðsynlegan búnað. Óháð hlutverki einstakra stofnana Sameinuðu þjóðanna opinberaðist á fundinum að allir stofnanirnar vinna að öflun hlífðarbúnaðar. Fram kom að sýnatökubúnaður verður sendur til þróunarríkja og WHO stendur fyrir þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Þegar hafa 1,5 milljónir tekið þátt í slíkri þjálfun og margir við bætast á næstu vikum. Fulltrúi UNDP lagði áherslu á mikilvægi þess að horfa til þeirra þjóðfélagshópa sem væru í viðkvæmustu stöðunni, tölur um verga landsframleiðslu gæfu ekki endilega rétta mynd af ástandinu og taka yrði tillit til félagslegra þátta og stöðu heilbrigðiskerfa. Fulltrúi UN Women lét í ljós þá skoðun að faraldurinn gæti stuðlað að skrefi aftur á bak í jafnréttismálum, ýmiss konar neikvæð faraldursins hafi komið fram gagnvart konum og stúlkum, meðal annars aukið kynbundið ofbeldi. Minnt var á að konur væru 70 prósent starfsfólks í heilbrigðisgeiranum og 85 prósent hjúkrunarfræðinga í framlínunni. Á fundinum kom fram að þörf er á að bæta aðgengi að vatni, áskoranir varðandi skólamáltíðir blasi við og tækifæri séu til að þróa fjarkennslu, svo dæmi séu nefnd. Einnig er unnið sérstaklega að því að finna þá einstaklinga sem verða út undan og aðstoða þá. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent
Heimsfaraldurinn sem nú geisar af völdum kórónaveirunnar er viðbót við annað neyðarástand víðs vegar um heiminn sem má ekki gleymast né draga úr stuðningi við, sögðu fulltrúar stofnana Sameinuðu þjóðanna á fjarfundi í vikunni þar sem undirstrikað var mikilvægi samhæfingar í yfirstandandi faraldri og samstarf við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO). Jafnframt var kallað eftir auknum aðgerðum í þágu kvenna, mikilvægi skólamáltíða og fæðuöryggis. Á fjarfundinum voru fulltrúar UN Women, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDPI) ásamt framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Að mati framkvæmdastjóra WHO þarf að leggja áherslu á að koma hlífðarbúnaði til þeirra ríkja sem á þurfa að halda, með áherslu á Afríkuþjóðir, útvega grímur, hlífðargleraugu og annan nauðsynlegan búnað. Óháð hlutverki einstakra stofnana Sameinuðu þjóðanna opinberaðist á fundinum að allir stofnanirnar vinna að öflun hlífðarbúnaðar. Fram kom að sýnatökubúnaður verður sendur til þróunarríkja og WHO stendur fyrir þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Þegar hafa 1,5 milljónir tekið þátt í slíkri þjálfun og margir við bætast á næstu vikum. Fulltrúi UNDP lagði áherslu á mikilvægi þess að horfa til þeirra þjóðfélagshópa sem væru í viðkvæmustu stöðunni, tölur um verga landsframleiðslu gæfu ekki endilega rétta mynd af ástandinu og taka yrði tillit til félagslegra þátta og stöðu heilbrigðiskerfa. Fulltrúi UN Women lét í ljós þá skoðun að faraldurinn gæti stuðlað að skrefi aftur á bak í jafnréttismálum, ýmiss konar neikvæð faraldursins hafi komið fram gagnvart konum og stúlkum, meðal annars aukið kynbundið ofbeldi. Minnt var á að konur væru 70 prósent starfsfólks í heilbrigðisgeiranum og 85 prósent hjúkrunarfræðinga í framlínunni. Á fundinum kom fram að þörf er á að bæta aðgengi að vatni, áskoranir varðandi skólamáltíðir blasi við og tækifæri séu til að þróa fjarkennslu, svo dæmi séu nefnd. Einnig er unnið sérstaklega að því að finna þá einstaklinga sem verða út undan og aðstoða þá. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent