Steindi streymir Warzone aftur í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 24. apríl 2020 20:00 Steindi kallar útsendinguna Rauðvín og klakar og byrjar klukkan tíu í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við köllum þetta Rauðvín og klaka. Ég og nokkrir aðrir spilum saman Call of Duty, drekkum eina rauðvínsflösku á mann, og bjóðum hverjum þeim sem vill að fylgjast með og spjalla við okkur á Twitch á meðan, segir Steindi sem stendur fyrir útsendingu á leikjastreymisíðunni Twitch í kvöld þar sem hægt verður að fylgjast með honum spila í rauntíma. Útsending Steinda hefst klukkan tíu og stendur til um klukkan eitt í nótt. Steindi og félagar hafa spilað á sama hátt síðustu tvær vikur og voru viðtökurnar vægast sagt góðar. Þúsundir fylgdust með. Með Steinda í kvöld spila nokkrir vel valdir félagar sem hann hefur spilað mikið með áður, þeir Óli í Game Tíví, Digital Cusz og MVPete. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Watch live video from steindijr on www.twitch.tv Streymi Steinda á Twitch er með stærstu íslensku leikjastreymunum. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn.“ Hægt er að fylgjast með spjallinu hér fyrir neðan. Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
„Við köllum þetta Rauðvín og klaka. Ég og nokkrir aðrir spilum saman Call of Duty, drekkum eina rauðvínsflösku á mann, og bjóðum hverjum þeim sem vill að fylgjast með og spjalla við okkur á Twitch á meðan, segir Steindi sem stendur fyrir útsendingu á leikjastreymisíðunni Twitch í kvöld þar sem hægt verður að fylgjast með honum spila í rauntíma. Útsending Steinda hefst klukkan tíu og stendur til um klukkan eitt í nótt. Steindi og félagar hafa spilað á sama hátt síðustu tvær vikur og voru viðtökurnar vægast sagt góðar. Þúsundir fylgdust með. Með Steinda í kvöld spila nokkrir vel valdir félagar sem hann hefur spilað mikið með áður, þeir Óli í Game Tíví, Digital Cusz og MVPete. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Watch live video from steindijr on www.twitch.tv Streymi Steinda á Twitch er með stærstu íslensku leikjastreymunum. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn.“ Hægt er að fylgjast með spjallinu hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira