Ekki víst að áfengisneysla hafi aukist þrátt fyrir meiri sölu hjá ÁTVR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2020 20:35 Áfengissala í Vínbúðinni hefur aukist um 18% frá því á sama tímabili í fyrra. Vísir/Vilhelm Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum. Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum.
Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33
Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11
Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23