Innlent

Sumar­starf KFUM og KFUK ó­breytt í sumar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sumarbúðir KFUM og KFUK eru á fimm stöðum á landinu. Vindáshlíð er sumarbúðir félagsins í Kjós. Í hverri viku dvelja þar 80 stúlkur yfir sumarið. Myndin tengist fréttinni ekki sérstaklega.
Sumarbúðir KFUM og KFUK eru á fimm stöðum á landinu. Vindáshlíð er sumarbúðir félagsins í Kjós. Í hverri viku dvelja þar 80 stúlkur yfir sumarið. Myndin tengist fréttinni ekki sérstaklega.

Sumarstarf á vegum KFUM og KFUK mun fara fram með óbreyttu sniði í sumar. Því verða sumarbúðir og leikjanámskeið á vegum KFUM og KFUK með sama sniði og áður. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Unnið er að því að skerpa allt verklega í sumarbúðum félagsins þegar kemur að þrifum og sóttvörnum. Þá er einnig tekið fram að farið verði sérstaklega yfir vinnuferla starfsfólks til að virða reglur og tilmæli sem verða í gildi í sumar.

Nánari upplýsingar um verklega og verkferla verða birtar þegar nær dregur sumri. Þá er einnig tekið fram að tilkynningin sé birt með fyrirvara um frekari aðgerðir stjórnvalda.


Tengdar fréttir

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×