„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 11:52 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira