Loftlagsmálin: Þurfum ekki að fara í fyrra horf Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. apríl 2020 09:00 Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium segir Covid-19 hafa fært okkur breytta heimsmynd og lækkandi kolefnisspor, meiri fjarvinna og minni samgöngur. Hún hvetur fyrirtæki til stærri aðgerða í loftlagsmálum. Vísir/Vilhelm Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium hvetur stjórnendur til að taka stærri skref í loftlagsmálum og nýta sömu aðferðir og hafa verið viðhafðar til að bregðast við kórónufaraldrinum. „Við tókumst á við Covid með aðferðum áfallastjórnunar að leiðarljósi. Er ekki komið að því að takast á við loftslagsvandann á sama hátt og gera samfélagsábyrgð hátt undir höfði í stefnunni?“ spyr Eva. Eva segir ákveðna hættu á því að fyrirtæki setji markmið um loftlagsmál til hliðar nú, þegar erfiðir tímar steðja að. „Það má þó ekki gleyma því að það að taka samfélagslega ábyrgð getur líka falið í sér uppbyggingu á betra fyrirtæki en að sama skapi hagræðingu fyrir fyrirtæki til framtíðar,“ segir Eva. Að hennar sögn felur samfélagsleg ábyrgð í sér ábyrgð á umhverfisþáttum, félagslegum, stjórnunarlegum og efnahagslegum þáttum. Eva er sérfræðingur í stefnumótun með samfélagsábyrgð og innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur leitt ýmiss verkefni fyrir fyrirtæki og sveitarfélög á því sviði og segir að með öllum breytingum felist tækifæri og það eigi ekkert síður við nú. Covid -19 færði okkur breytta heimsmynd og lækkandi kolefnisspor með minni samgöngum og meiri fjarvinnu. Við getum valið í hvernig samfélagi við viljum búa til framtíðar og það samfélag þarf ekki að vera eins og hið fyrra,“ segir Eva. Rekstrarlegur ávinningur Eva segir rekstrarlegan ávinning felast í því að innleiða markmið um samfélagslega ábyrgð og takast á við loftlagsvandann. Sem dæmi nefnir hún nýlega rannsókn frá Umhverfisstofnun sem sýndi að hver Íslendingur sóar 90 kílóum af mat á ári. Hluti af þessari sóun er frá fyrirtækjum. Þá segir hún aldamótakynslóðina mjög meðvitaða um stöðuna en þetta sé sá hópur sem fyrirtæki munu þurfa að keppa um athygli frá. „Þessi hópur er mjög meðvitaður um loftslagsmál og vill frekar skipta við ábyrg fyrirtæki. Það er því ekki lengur „good to have” að vera samfélagslega ábyrgur heldur fjárhagslega bráðnauðsynlegt,” segir Eva. Í ímyndarmálum skipti þetta einnig miklu máli en þar hefur það sýnt sig að fyrirtæki sem eru sannanlega samfélagslega ábyrg og miðla þeim upplýsingum mælast best. Þetta hefur áhrif á bæði neytendur og fjármagn. Ímynd hefur svo sannarlega áhrif á fjárhagslegan árangur og það getur að sama skapi haft áhrif á hlutabréf” segir Eva og bætir við „Trendið leitar í átt að ábyrgum fjárfestingum í heiminum og fyrirtæki sem ekki standa sig verða í framtíðinni flokkuð sem síðri fjárfestingarkostir. Fjármagn stýrir gríðarlega mörgu og við sem erum neytendur eða stýrum fyrirtækjum höfum val um við hverja við verslum. Þess vegna er ábyrg innkaupastefna mjög mikilvæg.” Að hennar mati mun þetta á endanum skilja á milli hver lifir og hver ekki. „Neytendur hafa val og ýmsar rannsóknir hafa sýnt að samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum vegnar betur fjárhagslega og fólk, sérstaklega unga fólkið, vill frekar vinna hjá þeim.“ Eva telur að tækni og nýsköpun muni koma okkur í gegnum þessa kreppu og að þessu þurfi að hlúa því tæknin sé umhverfisvæn.Vísir/Vilhelm Margir að standa sig vel Eva segir mörg fyrirtæki vera að standa sig frábærlega í því að greina samfélagsábyrgð sína, mæla hana og miðla. „Miðlunin skiptir miklu máli því hún er partur af ímynd og markaðssetningu fyrirtækisins. Samkeppnishæfni fyrirtækja og ríkja í dag veltur á því hversu sjálfbær og samfélagslega ábyrg þau eru,“ segir Eva og bætir við „Neytendur og samfélagið í heild gera sívaxandi kröfur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Það er mikilvægt að nýta þann lærdóm sem Covid-19 hefur fært okkur og vakna til betra samfélags.“ Eva segist hafa mikla trú á að fyrirtæki geti ráðist í fleiri aðgerðir þótt nú séu erfiðir tímar. Til samanburðar megi nefna hversu fljót fyrirtæki hafa verið að taka upp ýmsar tækninýjungar og í starfssemi fyrirtækja í dag eru fjarfundir víða orðnir daglegt brauð. Fjarlækningar í dag eru líka orðnar að veruleika, eitthvað sem mörgum þótti skrýtið til að hugsa fyrir mörgum árum síðan. Þá hafi atvinnulífið áður sýnt af sér stórtæka hæfni til breytinga. „Í kjölfar síðustu kreppu byggðum við upp fjöldann allan af ferðaþjónustufyrirtækjum í þessari kreppu munum viði líklegast áfram einbeita okkur að nýsköpun en hún verður ekki endilega í ferðaþjónustu. Við eigum gríðarlega öflug upplýsingatæknifyrirtæki sem sum hver starfa víðar en á Íslandi. Við þurfum að leggja rækt við tæknina en hún getur líka verið umhverfisvæn. Við munum spyrna okkur upp úr þessari kreppu með nýsköpun og tækni,“ segir Eva. „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni. Byggjum upp nýjan og sjálfbæran heim eftir Covid-19 og tökum öll þátt,“ segir Eva að lokum. Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Nýsköpun Tækni Loftslagsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium hvetur stjórnendur til að taka stærri skref í loftlagsmálum og nýta sömu aðferðir og hafa verið viðhafðar til að bregðast við kórónufaraldrinum. „Við tókumst á við Covid með aðferðum áfallastjórnunar að leiðarljósi. Er ekki komið að því að takast á við loftslagsvandann á sama hátt og gera samfélagsábyrgð hátt undir höfði í stefnunni?“ spyr Eva. Eva segir ákveðna hættu á því að fyrirtæki setji markmið um loftlagsmál til hliðar nú, þegar erfiðir tímar steðja að. „Það má þó ekki gleyma því að það að taka samfélagslega ábyrgð getur líka falið í sér uppbyggingu á betra fyrirtæki en að sama skapi hagræðingu fyrir fyrirtæki til framtíðar,“ segir Eva. Að hennar sögn felur samfélagsleg ábyrgð í sér ábyrgð á umhverfisþáttum, félagslegum, stjórnunarlegum og efnahagslegum þáttum. Eva er sérfræðingur í stefnumótun með samfélagsábyrgð og innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur leitt ýmiss verkefni fyrir fyrirtæki og sveitarfélög á því sviði og segir að með öllum breytingum felist tækifæri og það eigi ekkert síður við nú. Covid -19 færði okkur breytta heimsmynd og lækkandi kolefnisspor með minni samgöngum og meiri fjarvinnu. Við getum valið í hvernig samfélagi við viljum búa til framtíðar og það samfélag þarf ekki að vera eins og hið fyrra,“ segir Eva. Rekstrarlegur ávinningur Eva segir rekstrarlegan ávinning felast í því að innleiða markmið um samfélagslega ábyrgð og takast á við loftlagsvandann. Sem dæmi nefnir hún nýlega rannsókn frá Umhverfisstofnun sem sýndi að hver Íslendingur sóar 90 kílóum af mat á ári. Hluti af þessari sóun er frá fyrirtækjum. Þá segir hún aldamótakynslóðina mjög meðvitaða um stöðuna en þetta sé sá hópur sem fyrirtæki munu þurfa að keppa um athygli frá. „Þessi hópur er mjög meðvitaður um loftslagsmál og vill frekar skipta við ábyrg fyrirtæki. Það er því ekki lengur „good to have” að vera samfélagslega ábyrgur heldur fjárhagslega bráðnauðsynlegt,” segir Eva. Í ímyndarmálum skipti þetta einnig miklu máli en þar hefur það sýnt sig að fyrirtæki sem eru sannanlega samfélagslega ábyrg og miðla þeim upplýsingum mælast best. Þetta hefur áhrif á bæði neytendur og fjármagn. Ímynd hefur svo sannarlega áhrif á fjárhagslegan árangur og það getur að sama skapi haft áhrif á hlutabréf” segir Eva og bætir við „Trendið leitar í átt að ábyrgum fjárfestingum í heiminum og fyrirtæki sem ekki standa sig verða í framtíðinni flokkuð sem síðri fjárfestingarkostir. Fjármagn stýrir gríðarlega mörgu og við sem erum neytendur eða stýrum fyrirtækjum höfum val um við hverja við verslum. Þess vegna er ábyrg innkaupastefna mjög mikilvæg.” Að hennar mati mun þetta á endanum skilja á milli hver lifir og hver ekki. „Neytendur hafa val og ýmsar rannsóknir hafa sýnt að samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum vegnar betur fjárhagslega og fólk, sérstaklega unga fólkið, vill frekar vinna hjá þeim.“ Eva telur að tækni og nýsköpun muni koma okkur í gegnum þessa kreppu og að þessu þurfi að hlúa því tæknin sé umhverfisvæn.Vísir/Vilhelm Margir að standa sig vel Eva segir mörg fyrirtæki vera að standa sig frábærlega í því að greina samfélagsábyrgð sína, mæla hana og miðla. „Miðlunin skiptir miklu máli því hún er partur af ímynd og markaðssetningu fyrirtækisins. Samkeppnishæfni fyrirtækja og ríkja í dag veltur á því hversu sjálfbær og samfélagslega ábyrg þau eru,“ segir Eva og bætir við „Neytendur og samfélagið í heild gera sívaxandi kröfur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Það er mikilvægt að nýta þann lærdóm sem Covid-19 hefur fært okkur og vakna til betra samfélags.“ Eva segist hafa mikla trú á að fyrirtæki geti ráðist í fleiri aðgerðir þótt nú séu erfiðir tímar. Til samanburðar megi nefna hversu fljót fyrirtæki hafa verið að taka upp ýmsar tækninýjungar og í starfssemi fyrirtækja í dag eru fjarfundir víða orðnir daglegt brauð. Fjarlækningar í dag eru líka orðnar að veruleika, eitthvað sem mörgum þótti skrýtið til að hugsa fyrir mörgum árum síðan. Þá hafi atvinnulífið áður sýnt af sér stórtæka hæfni til breytinga. „Í kjölfar síðustu kreppu byggðum við upp fjöldann allan af ferðaþjónustufyrirtækjum í þessari kreppu munum viði líklegast áfram einbeita okkur að nýsköpun en hún verður ekki endilega í ferðaþjónustu. Við eigum gríðarlega öflug upplýsingatæknifyrirtæki sem sum hver starfa víðar en á Íslandi. Við þurfum að leggja rækt við tæknina en hún getur líka verið umhverfisvæn. Við munum spyrna okkur upp úr þessari kreppu með nýsköpun og tækni,“ segir Eva. „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni. Byggjum upp nýjan og sjálfbæran heim eftir Covid-19 og tökum öll þátt,“ segir Eva að lokum.
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Nýsköpun Tækni Loftslagsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira