Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Síðustu vikur hafa verið heldur óhefðbundnar hjá Íslendingum og margir hverjir mikið til heima í samkomubanni.
Á fimmtudaginn var aftur á móti sumardaginn fyrsti og veðurblíða verið á landinu síðustu daga. Því fóru margir út að njóta lífsins og fagna vorinu eins og sjá má hér að neðan.
Guðrún Sørtveit samfélagsmiðlastjarna og bloggari skellti sér í göngutúr með vagninn í góða veðrinu.
Leikkonan Kristín Pétursdóttir skellti sér í sumargallann.
Samfélagsmiðlastjarnan Móeiður Lárusdóttir, unnusta Harðars Björgvins landsliðsmanns, birti fallegar óléttumyndir.
Steindi birti fallega sumarmynd af fjölskyldunni.
Auðunn Lúthersson nýtur lífsins á Mývatni.
Sólrún Diego og Frans eru að vinna í garðinum fyrir utan heimili sitt í Mosfellsbæ. Þau stilltu sér upp saman í gröfunni í sólinni um helgina.
Erna Hrund og Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður eru komnar í sumarkjólana.
Elísabet Gunnarsdóttir samfélagsmiðlastjarna og bloggari var í sumarskapi.
Ingólfur Þórarinsson og Bjössi Sax stóðu fyrir streymistónleikum fyrir VR um helgina og þar var mikið fjör.
Leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir naut lífsins í Aðalvík.
Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge hefur það ágætt í Izmir í Tyrklandi þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum Theódóri Elmari Bjarnasyni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skellti sér upp á Móskarðshnjúk.
Felix Bergsson henti sér í sólbað í tíu gráðum.
Garðar Gunnlaugsson varð 37 ára um helgina og fagnaði því í sólbaði.
Samfélagsmiðlastjarnan Bryndís Líf naut lífsins í heitum potti með íslenska náttúru beint fyrir framan sig.
Handboltamennirnir Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson fóru í sumargöngu með börnin.
Kristbjörg Jónasdóttir fer yfir skemmtilegar æfingar í Katar.
Þórunn Erna Clausen reif fjölskylduna í sumarbíltúr.