Losað að hluta um samkomubann í Bolungarvík og á Ísafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:21 Frá Ísafirði. Þar hefur verið í gildi fimm samkomubann í tæpan mánuð, líkt og í fleiri bæjarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum. Vísir/Egill Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. Nú mega aðeins fimm manns koma saman að hámarki í þessum bæjum og hefur skólastarf alveg legið niðri vegna hópsýkingar sem kom upp af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum í dag var hins vegar ákveðið að sóttvarnalæknir myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl, sem tekur gildi 4. maí, muni einnig gilda fyrir norðanverða Vestfirði, það er Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Eftirfarandi takmarkanir verða þó frá tímabilinu 4. maí til 10. maí: • Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. • Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks verði áfram óheimil. Engin ný smit hafa komið upp á Vestfjörðum síðustu fjóra daga að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar er áréttað að engu að síður er mikilvægt að núverandi aðgerðum verði aflétt hægt. Segir í tilkynningu lögreglu að ekki sé unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum að svo stöddu í fyrrnefndum bæjarfélögum en ætla megi að auglýsing ráðherra verði birt á allra næstu dögum. „Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á Facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um. Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í dag féllu úr gildi fyrrnefndar takmarkanir um fimm manna samkomubann og skólahald í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Súðavíkurhreppi. Þar gilda nú sömu takmarkanir og á landsvísu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. Nú mega aðeins fimm manns koma saman að hámarki í þessum bæjum og hefur skólastarf alveg legið niðri vegna hópsýkingar sem kom upp af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum í dag var hins vegar ákveðið að sóttvarnalæknir myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl, sem tekur gildi 4. maí, muni einnig gilda fyrir norðanverða Vestfirði, það er Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Eftirfarandi takmarkanir verða þó frá tímabilinu 4. maí til 10. maí: • Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. • Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks verði áfram óheimil. Engin ný smit hafa komið upp á Vestfjörðum síðustu fjóra daga að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar er áréttað að engu að síður er mikilvægt að núverandi aðgerðum verði aflétt hægt. Segir í tilkynningu lögreglu að ekki sé unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum að svo stöddu í fyrrnefndum bæjarfélögum en ætla megi að auglýsing ráðherra verði birt á allra næstu dögum. „Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á Facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um. Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í dag féllu úr gildi fyrrnefndar takmarkanir um fimm manna samkomubann og skólahald í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Súðavíkurhreppi. Þar gilda nú sömu takmarkanir og á landsvísu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira