Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2020 08:53 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar. Biskupsstofa segir að séra Skírnir verði sjötugur á haustmánuðum og þá muni ráðningarsambandi hans við þjóðkirkjuna ljúka. Vísir/Baldur Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. Réttindi Skírnis verði óbreytt og að öllu virt. Umræða um að kirkjan hafi brotið á honum með uppsögn á ráðningarsamningi sé röng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Biskupsstofu þar sem einnig segir: „Hafi, í gegnum tíðina, skort á fumleysi og ákveðni af þjóðkirkjunnar hálfu gagnvart brotum presta gegn fólki sem myndar kirkjuna og nýtir hana, er þeim tíma lokið.“ Séra Skírnir var rekinn fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Sjá einnig: Prestur rekinn fyrir ummæli um „bakvörðinn“ Í yfirlýsingu Biskupsstofu er vísað í viðtal Skírnis við Mannlíf þar sem hann sagðist furða sig á afstöðu biskups og sagðist vonast til þess að hún endurskoði málið. Hann taldi brottvikninguna allt of harða aðgerð. Segir að Skírni hafi verið gefinn kostur á að skýra mál sitt frekar og það hafi hann gert í bréfi. Það bréf hafi þó ekki breytt afstöðu kirkjunnar „um að afþakka þjónustu hans“. „Til presta leitar fólk með alla flóru mannlegra tilfinninga, í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum, í gleði eða dimmum dal sorgar. Trúnaðarskylda presta er algild, nema hvar lögin segja annað. Afstaða biskups er skýr. Kirkja fólksins, þjóðkirkjan, er staður þar sem fólk nýtur skjóls, trúnaðar og virðingar,“ segir í yfirlýsingu Biskupsstofu. Færður til en ekki rekinn Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu. Bisskupsstofa segir hins vegar að Skírni hafi ekki verið vikið úr starfi. Heldur hafi hann verðir færður í starfi „að eigin ósk með gagnkvæmum samningi.“ Þjóðkirkjan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. Réttindi Skírnis verði óbreytt og að öllu virt. Umræða um að kirkjan hafi brotið á honum með uppsögn á ráðningarsamningi sé röng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Biskupsstofu þar sem einnig segir: „Hafi, í gegnum tíðina, skort á fumleysi og ákveðni af þjóðkirkjunnar hálfu gagnvart brotum presta gegn fólki sem myndar kirkjuna og nýtir hana, er þeim tíma lokið.“ Séra Skírnir var rekinn fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Sjá einnig: Prestur rekinn fyrir ummæli um „bakvörðinn“ Í yfirlýsingu Biskupsstofu er vísað í viðtal Skírnis við Mannlíf þar sem hann sagðist furða sig á afstöðu biskups og sagðist vonast til þess að hún endurskoði málið. Hann taldi brottvikninguna allt of harða aðgerð. Segir að Skírni hafi verið gefinn kostur á að skýra mál sitt frekar og það hafi hann gert í bréfi. Það bréf hafi þó ekki breytt afstöðu kirkjunnar „um að afþakka þjónustu hans“. „Til presta leitar fólk með alla flóru mannlegra tilfinninga, í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum, í gleði eða dimmum dal sorgar. Trúnaðarskylda presta er algild, nema hvar lögin segja annað. Afstaða biskups er skýr. Kirkja fólksins, þjóðkirkjan, er staður þar sem fólk nýtur skjóls, trúnaðar og virðingar,“ segir í yfirlýsingu Biskupsstofu. Færður til en ekki rekinn Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu. Bisskupsstofa segir hins vegar að Skírni hafi ekki verið vikið úr starfi. Heldur hafi hann verðir færður í starfi „að eigin ósk með gagnkvæmum samningi.“
Þjóðkirkjan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira