„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 12:09 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir „Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira