Leikfangaverslunin Kids Cool Shop og ritfangaverslunin A4 hafa báðar innkallað leikfangaslím, sú fyrrnefnda slímið „Gas Maker“ frá framleiðandanum Robetoy og A4 slímið „Shimmagoo Green" frá Goobands.
Neytendastofa segir að ástæða innköllunarinnar sé sú að við rannsókn á slímunum, sem gefur frá sér hljóð þegar fingri er þrýst ofan í það, hafi komið í ljós of hátt bórgildi í vörunni.
Kids Cool Shop og A4 hafi þegar fargað öllum eintökum af vörunni og hvetur þau sem keypt hafa þessi slím að skila þeim og fá vöruna endurgreidda. Innköllunin komi í kjölfar markaðseftlitlitsátaks á evrópska efnahagssvæðinu.