Stakk upp á kerfi til að gera launaumhverfið heilbrigðara í íslenska boltanum Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 20:02 Það styttist í að Óskar Örn Hauksson og félagar í KR geti hafið titilvörn sína í Pepsi Max-deildinni. Myndin tengist fréttinni óbeint. VÍSIR/BÁRA Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Jóhann Már Helgason, höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga, ræddi í Sportinu í dag um hugmynd að nýju samningakerfi fyrir félögin sem ætlað er að gera launaumhverfið í íslenska boltanum heilbrigðara og auka gagnsæi. Jóhann setti hugmyndina fram í skýrslu sem hann birti í vetur og má nálgast hér. Kerfið sem hann stingur upp á er hugsað til þess að bæta stöðu knattspyrnufélaga í samningaviðræðum við leikmenn eða umboðsmenn þeirra, og byggir á því að óháður aðili fái upplýsingar um laun leikmanna svo hægt sé að gefa út hver meðallaun séu í hverri leikstöðu. Jóhann lýsti hugmyndinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport: „Liðin myndu á hverju ári skila inn hvað varnarmenn liðsins kostuðu, og hvað miðjumenn, sóknarmenn og markmenn kostuðu. Þá gæti maður séð meðallaun hjá til að mynda miðjumanni í Pepsi Max-deildinni. Þetta myndi líka gera fólki kleift að sjá hvort að launin séu að hækka frá ári til árs. Ef að það kemur mikið launaskrið, eins og gerðist hérna á árunum 2012-2017, þegar launin hækkuðu rosalega mikið í íslenskum fótbolta, þá er hægt að sporna við þessu. Þá er einhver þekking til staðar, gögn til að styðjast við, til að sjá hvað er að gerast. Þetta er ekki til staðar núna og því er erfitt að grípa inn í. Þá er fólk svolítið blint, og þá stöndum við uppi eins og í dag, með rekstarerfiðleika,“ sagði Jóhann. „Það sem að þetta myndi breyta er að þá væru félögin sjálf með eitthvað meðaltal fyrir hverja stöðu fyrir sig, og þá er mikið auðveldara að sjá fyrir sér hvað leikmannahópurinn á að kosta. Markaðurinn á Íslandi er svo smár að íslensku félögin enda alltaf á að borga hæsta mögulega verð fyrir hvern leikmann sem er á lausu, því hann rúntar á milli og tekur hæsta boði. Svo er umboðsmannaheimurinn á Íslandi líka frekar lítill svo að þeir vita í raun hvað hvert og eitt lið getur boðið. Þegar næsti leikmaður kemur vita þeir því hvaða hámarkssamningur er í boði. Þetta kerfi væri því til að gefa liðunum eitthvað vægi í þessum viðræðum,“ sagði Jóhann. Klippa: Sportið í dag - Hugmynd að nýju samningakerfi í íslenska boltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Kjaramál Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti