Sara Sigmundsdóttir með „minime“ á heiðursæfingu fyrir hetjurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 11:30 Sara Sigmunsdóttir og Erla á æfingunni en þessi mynd er af Instagram síðu Söru sem er með 1,7 milljón fylgjendur. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmunsdóttir lét ekki sitt eftir liggja þegar CrossFit heimurinn sameinaðist og gerði æfingu til heiðurs fólksins í heilbrigðiskerfinu sem stendur í fremstu víglínu í baráttunni við kórónuveiruna. CrossFit fólkið gerði svokallaða „NHS hero wod“ eða æfingu fyrir hetjurnar úr heilbrigðiskerfinu. Það er erfitt ástand á sjúkrahúsum heimsins þessa dagana enda álagið mikið vegna COVID-19 og læknar og hjúkrunarfólk að leggja líf sitt í hættu í því að bjarga öðrum sem eru langt leidd af COVID-19 sjúkdómnum. Sara Sigmundsdóttir var klár í slaginn og gerði þessa „NHS hero wod“ með glæsibrag. Sara mætti líka til leiks með ungar aðstoðarkonur eins og hún sagði frá á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Not bad training partners to have for the the NHS hero wod _ Yes our outfits were planned because it was Erla s birthday. Thelma gets her outfit on her birthday. _ _ _ #matchingiscatching #minime #dottirs #nhsherowod A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Apr 1, 2020 at 12:06pm PDT Sara var nefnilega með þær Erlu og Thelmu með sér en í tilefni af afmæli Erlu þá var hún klædd alveg eins og hetjan sín Sara Sigmundsdóttir. „Æfingafötin okkar voru plönuð af því að þetta var afmælisdagur Erlu. Thelma fær sinn æfingabúning á sínum afmælisdegi,“ skrifaði Sara við myndirnar. Þar má líka sjá litlu stelpurnar reyna að apa eftir Söru í æfingasalnum. Sara sér líka húmorinn í þessu og merkir færslu sína meðal annars með „minime“ en þar vísar hún í frægan karakter úr myndunum um Austin Powers. Það er ljóst að þær Erla og Thelma eiga sér flotta fyrirmynd í Söru Sigmundsdóttur sem var búin að eiga frábær CrossFit tímabil þegar allt stoppaði vegna kórónuveirunnar. Mótshaldarar hafa verið að fresta hverju CrossFit mótinu á fætur öðru að undanförnu og það er mikil óvissa með framhaldið. Heimsleikarnir í ágúst gætu líka orðið fórnarlamb kórónuveirunnar dragist ástandið langt fram á sumar. Það eru samt enn fjórir mánuðir þangað til og vonandi gengur kórónuveirufaraldurinn yfir á þeim tíma. CrossFit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Sara Sigmunsdóttir lét ekki sitt eftir liggja þegar CrossFit heimurinn sameinaðist og gerði æfingu til heiðurs fólksins í heilbrigðiskerfinu sem stendur í fremstu víglínu í baráttunni við kórónuveiruna. CrossFit fólkið gerði svokallaða „NHS hero wod“ eða æfingu fyrir hetjurnar úr heilbrigðiskerfinu. Það er erfitt ástand á sjúkrahúsum heimsins þessa dagana enda álagið mikið vegna COVID-19 og læknar og hjúkrunarfólk að leggja líf sitt í hættu í því að bjarga öðrum sem eru langt leidd af COVID-19 sjúkdómnum. Sara Sigmundsdóttir var klár í slaginn og gerði þessa „NHS hero wod“ með glæsibrag. Sara mætti líka til leiks með ungar aðstoðarkonur eins og hún sagði frá á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Not bad training partners to have for the the NHS hero wod _ Yes our outfits were planned because it was Erla s birthday. Thelma gets her outfit on her birthday. _ _ _ #matchingiscatching #minime #dottirs #nhsherowod A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Apr 1, 2020 at 12:06pm PDT Sara var nefnilega með þær Erlu og Thelmu með sér en í tilefni af afmæli Erlu þá var hún klædd alveg eins og hetjan sín Sara Sigmundsdóttir. „Æfingafötin okkar voru plönuð af því að þetta var afmælisdagur Erlu. Thelma fær sinn æfingabúning á sínum afmælisdegi,“ skrifaði Sara við myndirnar. Þar má líka sjá litlu stelpurnar reyna að apa eftir Söru í æfingasalnum. Sara sér líka húmorinn í þessu og merkir færslu sína meðal annars með „minime“ en þar vísar hún í frægan karakter úr myndunum um Austin Powers. Það er ljóst að þær Erla og Thelma eiga sér flotta fyrirmynd í Söru Sigmundsdóttur sem var búin að eiga frábær CrossFit tímabil þegar allt stoppaði vegna kórónuveirunnar. Mótshaldarar hafa verið að fresta hverju CrossFit mótinu á fætur öðru að undanförnu og það er mikil óvissa með framhaldið. Heimsleikarnir í ágúst gætu líka orðið fórnarlamb kórónuveirunnar dragist ástandið langt fram á sumar. Það eru samt enn fjórir mánuðir þangað til og vonandi gengur kórónuveirufaraldurinn yfir á þeim tíma.
CrossFit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Sjá meira