Veltir upp hugmyndinni um að ríkið eignist ráðandi hlut í Icelandair Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2020 12:05 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram hugleiðingar sínar um Icelandair í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Þar varpaði hann fram þeirri spurningu hvort réttast væri hreinlega að ríkið eignaðist ráðandi hlut í Icelandair Group í ljósi þess að félagið sé þjóðhagslega mikilvægt. Fjöldauppsagnir voru tilkynntar hjá félaginu í gær. Raunar var um að ræða stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. „Í gær var ákveðið að fjármagna uppsagnir þess fyrirtækis með allt að 7 milljörðum af skattfé og er sá styrkur í raun helmingur af núverandi markaðsvirði Icelandair sem er núna undir 14 milljörðum kr.“ skrifar Ágúst sem spyr hvort ekki hefði verið nær að ríkið eignaðist hlut samhliða ríkisaðstoðinni. Hann vísar í fordæmi hjá evrópskum þjóðum og á Nýja-Sjálandi máli sínu til stuðnings. Þannig á finnska ríkið ráðandi hlut í Finnair, Hollenska ríkið í KLM og franska ríkið í Air France. Þá séu þýsk stjórnvöld að íhuga kaup í Lufthansa. „Við sem þjóð stöndum nú frammi fyrir neyðarástandi eins og í bankahruninu en þá yfirtókum við bankana, lífæð okkar í fjármálum. Nú er annað þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki að riða til falls, fyrirtæki sem er lífæð okkar í samgöngum,“ skrifar Ágúst. Með eignarhlut ríkisins í Icelandair væri hægt að verja störf og starfsemi. Þá gæti almenningur hagnast á öflugu flugfélagi sem gæti náð flugi á nýjan leik, hratt og örugglega. Fréttir af flugi Icelandair Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram hugleiðingar sínar um Icelandair í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Þar varpaði hann fram þeirri spurningu hvort réttast væri hreinlega að ríkið eignaðist ráðandi hlut í Icelandair Group í ljósi þess að félagið sé þjóðhagslega mikilvægt. Fjöldauppsagnir voru tilkynntar hjá félaginu í gær. Raunar var um að ræða stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar. „Í gær var ákveðið að fjármagna uppsagnir þess fyrirtækis með allt að 7 milljörðum af skattfé og er sá styrkur í raun helmingur af núverandi markaðsvirði Icelandair sem er núna undir 14 milljörðum kr.“ skrifar Ágúst sem spyr hvort ekki hefði verið nær að ríkið eignaðist hlut samhliða ríkisaðstoðinni. Hann vísar í fordæmi hjá evrópskum þjóðum og á Nýja-Sjálandi máli sínu til stuðnings. Þannig á finnska ríkið ráðandi hlut í Finnair, Hollenska ríkið í KLM og franska ríkið í Air France. Þá séu þýsk stjórnvöld að íhuga kaup í Lufthansa. „Við sem þjóð stöndum nú frammi fyrir neyðarástandi eins og í bankahruninu en þá yfirtókum við bankana, lífæð okkar í fjármálum. Nú er annað þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki að riða til falls, fyrirtæki sem er lífæð okkar í samgöngum,“ skrifar Ágúst. Með eignarhlut ríkisins í Icelandair væri hægt að verja störf og starfsemi. Þá gæti almenningur hagnast á öflugu flugfélagi sem gæti náð flugi á nýjan leik, hratt og örugglega.
Fréttir af flugi Icelandair Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45 Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. 29. apríl 2020 07:45
Flugmenn Icelandair standa með fyrirtækinu í gegnum súrt og sætt Alls missti 421 flugmaður vinnuna hjá Icelandair í dag í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar þegar rúmlega 2000 manns var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. 28. apríl 2020 19:01
Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12