Erlent

Dreifa kjúklingaskít til að koma í veg fyrir hópamyndun

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Lundi.
Frá Lundi. Getty/NurPhoto

Yfirvöld sænsku borgarinnar Lundar á Skáni munu grípa til þess ráðs að dreifa kjúklingaskít um almenningsgarð borgarinnar með það að markmiði að koma í veg fyrir myndun hópa þegar Valborgarmessu er fagnað aðfaranótt 1. maí.

Mikill fjöldi íbúa Lundar og annarra íbúa Svíþjóðar leggja leið sína í garða til þess að fagna Valborgarmessu á ári hverju. Þó að aðgerðir stjórnvalda í Svíþjóð vegna faraldurs kórónuveiru hafi verið minni en margra annarra vilja yfirvöld í Lundi þó koma í veg fyrir að smit breiðist út á meðan að á hátíðahöldum stendur.

Því hefur verið ákveðið að dreifa kjúklingaskít um tún áður en að hátíðarhöld ættu að hefjast. Gustav Lundblad sem formaður umhverfisnefndar Lundar segir við Sydsvenskan að slegnar séu tvær flugur í einu höggi.

„Við nýtum tækifærið til þess að bera áburð á túnin. Á sama tíma verður lyktin óbærileg svo það verður ekki notalegt að setjast niður saman og drekka bjór,“ sagði Lundblad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×