Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2020 08:04 Landlæknir Færeyja, Lars Fodgaard Møller, setur Færeyingum lífsreglurnar í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja á upplýsingafundi um kórónufaraldurinn þann 19. mars síðastliðinn. Skjáskot/KVF. Landlæknir Færeyja er í neyðarlegri stöðu eftir að Kringvarp Færeyja afhjúpaði að hann hefði sjálfur greinst með covid-19. Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. Einnig hvort hann ætli að undanskilja sjálfan sig frá samskonar sóttkví og hann hefur sjálfur gert almenningi að undirgangast. Það var þann 6. apríl síðastliðinn sem landlæknisembætti Færeyja tilkynnti að landlæknirinn, Daninn Lars Fodgaard Møller, væri í veikindaleyfi. Því var þá neitað það væri vegna covid-19. Þann 21. apríl tilkynnti embættið að honum væri batnað og hann myndi snúa aftur til starfa þann 25. apríl. Ekkert var gefið upp um ástæðu veikindanna á neinum tímapunkti og fjölmiðlum haldið í þeirri trú að veikindaleyfið væri ótengt covid-19. Kringvarp Færeyja, KVF, upplýsti hins vegar í gær, 29. apríl, að landlæknir hefði fyrir tæpum tveimur vikum greinst með covid-19. Kringvarpið hafði samband við Lars Fodgaard Møller, sem svaraði að hann vildi ekki ræða sín einkamál. Fréttastöðin hafði einnig samband við heilbrigðisyfirvöld, sem svöruðu heldur engu en boðuðu að tilkynning yrði send út. Kringvarpið kvaðst hafa ætlað að spyrja Lars Fodgaard Møller og heilbrigðisyfirvöld hvort öllum reglum um sóttkví hefði verið fylgt þegar landlæknir sneri aftur til Færeyja með flugvél síðastliðið mánudagskvöld. Einnig kvaðst Kringvarpið hafa ætlað að spyrja hvort landlæknir hefði verið mögulegur smitberi áður en hann fór í veikindaleyfi þann 6. apríl. Ennfremur hvort sýni hefðu verið tekin áður en hann settist upp í flugvélina til Færeyja og hvort staðfest hefði verið fyrir Færeyjaflugið að honum væri batnað. Daninn Lars Fodgaard Møller hefur verið landlæknir Færeyja frá 1. nóvember 2017.Mynd/Landlæknisembættið. Landlæknisembættið sendi svo frá sér tilkynningu í gær eftir að frétt Kringvarpsins birtist. Þar kemur fram að landlæknir sé ekki í sóttkví eftir að hafa snúið heim til Færeyja úr veikindaleyfi þann 27. apríl. Það er þrátt fyrir að gildandi reglur um sóttarhald, sem embættið hefur sjálft gefið út, kveði á um að allir sem komi til Færeyja skuli fara í 14 daga sóttkví. „Ástæðan er sú að landlæknir sinnir mikilvægum verkefnum. Þessvegna mun landlæknir fylgja prófunaráætlun sem Landssjúkrahúsið notar. Tilgangurinn með prófunaráætluninni er að heilbrigðisstarfsmenn sem koma til Færeyja til skemmri tíma til að sinna mikilvægum verkefnum skuli ekki vera í sóttkví. Forsendan er að fyrsta prófið sé neikvætt áður en heilbrigðisstarfsmaður getur hafið störf. Landlæknir fylgir auk þess leiðbeiningum um að halda fjarlægð frá öðrum og um hreinlæti.“ Í tilkynningunni er ekkert minnst á það hvort landlæknir hafi greinst með covid-19. Landlæknir staðfesti hins vegar í útvarpsviðtali við Kringvarpið síðdegis að hann hefði greinst með sjúkdóminn. Þar kom einnig fram að hann hefði flogið aftur til Færeyja í vikunni án þess að gengið hefði verið úr skugga um það hvort hann bæri enn smitið. Færeyingum hefur annars gengið betur en flestum öðrum þjóðum að ráða niðurlögum faraldursins. Þannig hefur ekkert nýtt smit greinst nú greinst í heila viku og aðeins þrír einstaklingar teljast vera veikir. 184 er batnað af þeim 187 sem greinst hafa með sjúkdóminn. Aðeins 19 eru nú í sóttkví en búið er að skima fyrir veirunni hjá tæplega sjöþúsund einstaklingum í Færeyjum, eða um 13,5 prósentum íbúa eyjanna. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Landlæknir Færeyja er í neyðarlegri stöðu eftir að Kringvarp Færeyja afhjúpaði að hann hefði sjálfur greinst með covid-19. Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. Einnig hvort hann ætli að undanskilja sjálfan sig frá samskonar sóttkví og hann hefur sjálfur gert almenningi að undirgangast. Það var þann 6. apríl síðastliðinn sem landlæknisembætti Færeyja tilkynnti að landlæknirinn, Daninn Lars Fodgaard Møller, væri í veikindaleyfi. Því var þá neitað það væri vegna covid-19. Þann 21. apríl tilkynnti embættið að honum væri batnað og hann myndi snúa aftur til starfa þann 25. apríl. Ekkert var gefið upp um ástæðu veikindanna á neinum tímapunkti og fjölmiðlum haldið í þeirri trú að veikindaleyfið væri ótengt covid-19. Kringvarp Færeyja, KVF, upplýsti hins vegar í gær, 29. apríl, að landlæknir hefði fyrir tæpum tveimur vikum greinst með covid-19. Kringvarpið hafði samband við Lars Fodgaard Møller, sem svaraði að hann vildi ekki ræða sín einkamál. Fréttastöðin hafði einnig samband við heilbrigðisyfirvöld, sem svöruðu heldur engu en boðuðu að tilkynning yrði send út. Kringvarpið kvaðst hafa ætlað að spyrja Lars Fodgaard Møller og heilbrigðisyfirvöld hvort öllum reglum um sóttkví hefði verið fylgt þegar landlæknir sneri aftur til Færeyja með flugvél síðastliðið mánudagskvöld. Einnig kvaðst Kringvarpið hafa ætlað að spyrja hvort landlæknir hefði verið mögulegur smitberi áður en hann fór í veikindaleyfi þann 6. apríl. Ennfremur hvort sýni hefðu verið tekin áður en hann settist upp í flugvélina til Færeyja og hvort staðfest hefði verið fyrir Færeyjaflugið að honum væri batnað. Daninn Lars Fodgaard Møller hefur verið landlæknir Færeyja frá 1. nóvember 2017.Mynd/Landlæknisembættið. Landlæknisembættið sendi svo frá sér tilkynningu í gær eftir að frétt Kringvarpsins birtist. Þar kemur fram að landlæknir sé ekki í sóttkví eftir að hafa snúið heim til Færeyja úr veikindaleyfi þann 27. apríl. Það er þrátt fyrir að gildandi reglur um sóttarhald, sem embættið hefur sjálft gefið út, kveði á um að allir sem komi til Færeyja skuli fara í 14 daga sóttkví. „Ástæðan er sú að landlæknir sinnir mikilvægum verkefnum. Þessvegna mun landlæknir fylgja prófunaráætlun sem Landssjúkrahúsið notar. Tilgangurinn með prófunaráætluninni er að heilbrigðisstarfsmenn sem koma til Færeyja til skemmri tíma til að sinna mikilvægum verkefnum skuli ekki vera í sóttkví. Forsendan er að fyrsta prófið sé neikvætt áður en heilbrigðisstarfsmaður getur hafið störf. Landlæknir fylgir auk þess leiðbeiningum um að halda fjarlægð frá öðrum og um hreinlæti.“ Í tilkynningunni er ekkert minnst á það hvort landlæknir hafi greinst með covid-19. Landlæknir staðfesti hins vegar í útvarpsviðtali við Kringvarpið síðdegis að hann hefði greinst með sjúkdóminn. Þar kom einnig fram að hann hefði flogið aftur til Færeyja í vikunni án þess að gengið hefði verið úr skugga um það hvort hann bæri enn smitið. Færeyingum hefur annars gengið betur en flestum öðrum þjóðum að ráða niðurlögum faraldursins. Þannig hefur ekkert nýtt smit greinst nú greinst í heila viku og aðeins þrír einstaklingar teljast vera veikir. 184 er batnað af þeim 187 sem greinst hafa með sjúkdóminn. Aðeins 19 eru nú í sóttkví en búið er að skima fyrir veirunni hjá tæplega sjöþúsund einstaklingum í Færeyjum, eða um 13,5 prósentum íbúa eyjanna.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15
72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27