Sonur Rodman frétti fyrst af Vegas ævintýrum pabba síns þegar hann horfði á „Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:00 Dennis Rodman tók upp á ýmsu á meðan ferlinum stóð og það hefur líka mikið gengið á síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. EPA/MIKE ALQUINTO Dennis Rodman var stjarna síðustu helgar í „The Last Dance“ heimildarþáttunum á ESPN og þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem menn vissu ekki af. Það sem vakti einna mesta athygli var þegar Dennis Rodman fékk leyfi til að fara til Las Vegas á miðju tímabilinu. Rodman bað þá Phil Jackson þjálfara um 48 klukkustunda frí til að fá að sletta úr klaufunum. Fríið var reyndar talsvert lengra og endaði ekki fyrr en Michael Jordan bankaði á dyrnar og dró Rodman með sér aftur á æfingu. Dennis Rodman's son found out about his dad's Vegas vacation while watching 'The Last Dance' https://t.co/MYlaRRdk30— Sporting News NBA (@sn_nba) April 29, 2020 Ævintýrið í Las Vegas var svo vel geymt leyndarmál að sonur Dennis Rodman vissi ekki einu sinni af því. Dennis „DJ“ Rodman Jr., var í vetur á fyrsta ári í Washington State í bandaríska háskólaboltanum. Rodman eldri eignaðist hann með Michelle Moyer árið 2000 eða tveimur árum eftir „The Last Dance“ tímabilið með Chicago Bulls. „Það eina sem ég vissi ekki var þetta frí sem hann fékk. Ég vissi ekki að maður kæmist upp með slíkt. Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir farið til þjálfara þíns og sagt: ‘Ég þarf að fá frí’,“ sagði Dennis Rodman yngri. Only thing I didn t know was that vacation...I didn t know you could do that...I didn t know you could go up to your coach be like I need a vacation - Dennis Rodman s son, DJ, after watching #TheLastDance ep. 3/4 pic.twitter.com/0yMHZjF0oR— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) April 27, 2020 Sagan var mjög skemmtileg og furðuleg eins og Dennis Rodman er sjálfur. Ævintýrið endaði líka á epískan hátt eða með því að besti körfuboltamaður sögunnar bankaði á dyrnar hjá Rodman þegar hann og Carmen Electra lágu nakin á gólfinu. Carmen Electra sagðist hafa þá stokkið á bak við sófann og reynt að fela sig. Jordan tók Dennis Rodman aftur á móti með sér á æfingu og Rodman áttaði sig loksins á því að hann var körfuboltamaður að atvinnu. Dennis Rodman tók 15,0 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni þetta 1997-98 tímabil með Chicago Bulls en auk þess var hann með 4,7 stig og 2,9 stoðsendingar í leik. Chicago Bulls liðið varð síðan meistari þriðja árið í röð um sumarið meðal annars þökk sé varnarleik og fráköstum Dennis Rodman. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Dennis Rodman var stjarna síðustu helgar í „The Last Dance“ heimildarþáttunum á ESPN og þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem menn vissu ekki af. Það sem vakti einna mesta athygli var þegar Dennis Rodman fékk leyfi til að fara til Las Vegas á miðju tímabilinu. Rodman bað þá Phil Jackson þjálfara um 48 klukkustunda frí til að fá að sletta úr klaufunum. Fríið var reyndar talsvert lengra og endaði ekki fyrr en Michael Jordan bankaði á dyrnar og dró Rodman með sér aftur á æfingu. Dennis Rodman's son found out about his dad's Vegas vacation while watching 'The Last Dance' https://t.co/MYlaRRdk30— Sporting News NBA (@sn_nba) April 29, 2020 Ævintýrið í Las Vegas var svo vel geymt leyndarmál að sonur Dennis Rodman vissi ekki einu sinni af því. Dennis „DJ“ Rodman Jr., var í vetur á fyrsta ári í Washington State í bandaríska háskólaboltanum. Rodman eldri eignaðist hann með Michelle Moyer árið 2000 eða tveimur árum eftir „The Last Dance“ tímabilið með Chicago Bulls. „Það eina sem ég vissi ekki var þetta frí sem hann fékk. Ég vissi ekki að maður kæmist upp með slíkt. Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir farið til þjálfara þíns og sagt: ‘Ég þarf að fá frí’,“ sagði Dennis Rodman yngri. Only thing I didn t know was that vacation...I didn t know you could do that...I didn t know you could go up to your coach be like I need a vacation - Dennis Rodman s son, DJ, after watching #TheLastDance ep. 3/4 pic.twitter.com/0yMHZjF0oR— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) April 27, 2020 Sagan var mjög skemmtileg og furðuleg eins og Dennis Rodman er sjálfur. Ævintýrið endaði líka á epískan hátt eða með því að besti körfuboltamaður sögunnar bankaði á dyrnar hjá Rodman þegar hann og Carmen Electra lágu nakin á gólfinu. Carmen Electra sagðist hafa þá stokkið á bak við sófann og reynt að fela sig. Jordan tók Dennis Rodman aftur á móti með sér á æfingu og Rodman áttaði sig loksins á því að hann var körfuboltamaður að atvinnu. Dennis Rodman tók 15,0 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni þetta 1997-98 tímabil með Chicago Bulls en auk þess var hann með 4,7 stig og 2,9 stoðsendingar í leik. Chicago Bulls liðið varð síðan meistari þriðja árið í röð um sumarið meðal annars þökk sé varnarleik og fráköstum Dennis Rodman.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira