Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2020 11:34 Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundinum í gær að forritið yrði vonandi komið í gagnið í dag. Notendur iPhone geta náð í það í Appstore. Google er með appið í skoðun hjá sér en það ætti að verða aðgengilegt í Playstore innan tíðar. Vísir/Vilhelm Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Smitrakningarforritinu er ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna. Forritið er enn sem komið er ekki í boði í PlayStore en Landlæknisembættið bíður græns ljóss frá Google. Blaðamaður sótti forritið sjálfur í Appstore á tólfta tímanum. Eftir að hafa hlaðið því niður er valið á milli þriggja tungumála; íslensku, pólsku og ensku. Í framhaldinu koma útskýringar á appinu og tilgangi þess. „Appið vistar ferðir þínar og geymir þær með öruggum hætti í tækinu þínu. Í ákveðnum tilvikum getur rakningateymið sent þér tilkynningu og beðið þig um að senda þeim gögnin. Þá getur þú með einum smelli sent gögnin til rakningateymis almannavarna. Er það gert til að auðvelda rakningu smita meðan á COVID-19 stendur,“ segir í forritinu. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Tækið er sagt geyma staðsetningar síðustu fjórtán daga en eldri gögn eyðast sjálfkrafa. Tvöfalt samþykki Í framhaldinu er hægt að skrá sig í rakningu. Þar skráir fólk símanúmerið sitt og samþykkir persónuverndarstefnu appsins og að staðsetningargögnum sé safnað í símann. Er um að ræða fyrra samþykki af tveimur sem smitrakningateymið þarf að fá til að nýta gögnin á endanum, komi til þess. Síminn sendir sex stafa kóða sem notendur þurfa að skrá. Í framhaldinu er útskýrt að appið muni óska eftir heimild til að skrá ferðir/staðsetningu þína. Því sé mjög mikilvægt að velja í ferlinu möguleikann „Allow while using app“. Nokkru eftir að appið hefur verið sett upp muni það biðja þig um leyfi til að vista staðsetningar á meðan appið er ekki í notkun. Þá sé mikilvægt að velja „Change to Always Allow“. Það sé skilyrði fyrir því að appið gegni hlutverki sínu. „Appið mun einnig óska eftir leyfi til að senda þér tilkynningar, til dæmis ef rakningateyminu vantar gögn frá þér.“ Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi, lengst til hægri, fer fyrir smitrakningateyminu.Júlíus Sigurjónsson Ætti að hjálpa veruleg til við rakningu Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Persónuvernd Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Smitrakningarforritinu er ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna. Forritið er enn sem komið er ekki í boði í PlayStore en Landlæknisembættið bíður græns ljóss frá Google. Blaðamaður sótti forritið sjálfur í Appstore á tólfta tímanum. Eftir að hafa hlaðið því niður er valið á milli þriggja tungumála; íslensku, pólsku og ensku. Í framhaldinu koma útskýringar á appinu og tilgangi þess. „Appið vistar ferðir þínar og geymir þær með öruggum hætti í tækinu þínu. Í ákveðnum tilvikum getur rakningateymið sent þér tilkynningu og beðið þig um að senda þeim gögnin. Þá getur þú með einum smelli sent gögnin til rakningateymis almannavarna. Er það gert til að auðvelda rakningu smita meðan á COVID-19 stendur,“ segir í forritinu. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Tækið er sagt geyma staðsetningar síðustu fjórtán daga en eldri gögn eyðast sjálfkrafa. Tvöfalt samþykki Í framhaldinu er hægt að skrá sig í rakningu. Þar skráir fólk símanúmerið sitt og samþykkir persónuverndarstefnu appsins og að staðsetningargögnum sé safnað í símann. Er um að ræða fyrra samþykki af tveimur sem smitrakningateymið þarf að fá til að nýta gögnin á endanum, komi til þess. Síminn sendir sex stafa kóða sem notendur þurfa að skrá. Í framhaldinu er útskýrt að appið muni óska eftir heimild til að skrá ferðir/staðsetningu þína. Því sé mjög mikilvægt að velja í ferlinu möguleikann „Allow while using app“. Nokkru eftir að appið hefur verið sett upp muni það biðja þig um leyfi til að vista staðsetningar á meðan appið er ekki í notkun. Þá sé mikilvægt að velja „Change to Always Allow“. Það sé skilyrði fyrir því að appið gegni hlutverki sínu. „Appið mun einnig óska eftir leyfi til að senda þér tilkynningar, til dæmis ef rakningateyminu vantar gögn frá þér.“ Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi, lengst til hægri, fer fyrir smitrakningateyminu.Júlíus Sigurjónsson Ætti að hjálpa veruleg til við rakningu Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel.
Persónuvernd Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira