Lífið

Hvetja börn að senda knús til einangraðra eldri borgara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt átak.
Skemmtilegt átak.

Á þessum tímum hafa margir haft það að leiðarljósi að hlúa að eldri kynslóðinni sem hefur takmarkaða nærveru yngri kynslóðarinnar og sinna nánustu ættingja.

Sara Magnúsdóttir hefur því sátt á laggirnar verkefnið Knús í kassa í samstarfi við Pennann Eymundsson.

Sara er hugmyndasmiðurinn á bak við verkefni sem fer af stað í dag og stendur það til 10. maí.

„Okkar langar þess vegna að bjóðum öllum börnum landsins á leik- og grunnskólaaldri að teikna fallegar hugsanir til þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum landsins. Við tökum á móti knús teikningum til og með 10. maí og afhendum svo kassa fulla af knústeikningum að dyrum hjúkrunarheimila,“ segir í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson.

Hér er hægt að kynna sér verkefnið betur og eru Íslendingar hvattir til að setja inn myndir með myllumerkinu #knusikassa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×