Botna ekkert í yfirlýsingu HK: „Hlýtur að vera byggt á misskilningi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 13:28 Pétur Árni hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. vísir/bára Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV. Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Fótbolti Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV.
Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Fótbolti Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30