FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:30 Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19. Körfubolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19.
Körfubolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira