Innlent

Dorrit smitaðist af kórónuveirunni

Andri Eysteinsson skrifar
Dorrit ásamt Viktoríu krónprinssessu Svíþjóðar á Arctic Circle ráðstefnunni.
Dorrit ásamt Viktoríu krónprinssessu Svíþjóðar á Arctic Circle ráðstefnunni. Vísir/Vilhelm

Forsetafrúin fyrrverandi Dorrit Moussaieff er ein þeirra 1.797 sem hafa greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Dorrit segir í viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2 að blessunarlega hafi hún verið hér á landi þegar hún veiktist.

Dorrit segist hafa verið með háan hita, vöðvaverki og hafi sofið í fimm daga sem hún muni lítið eftir. Hún segir fjallaloftið, íslenska vatnið og heilbrigðiskerfið hafa verið mikilvæga þætti í baráttu hennar við veiruna.

„Ég var í algjörri einangrun. En sökum frábærrar umönnunar sem ég fékk frá læknum á Íslandi gleður það mig að segja að ég hef náð fullri heilsu,“ sagði Dorrit.

Dorrit sagði í viðtalinu að eiginmaður hennar Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands hafi ekki smitast af veirunni. Forsetafrúin fyrrverandi segir þá að smit sé ekkert til að skammast sín fyrir.

„Af hverju ætti þetta að vera leyndarmál. ‚Eg var auðvitað ekki að tala við neinn en ég lét vini mína vita. Þetta er ekkert til að skammast sín yfir,“ sagði Dorrit Moussaieff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×