Smárabíó hefur ákveðið í samvinnu við Smáralind að setja upp bílabíó á plani Smáralindar um helgina. Öll bíóhús landsins eru lokuð í samkomubanni og lítið um afþreyingu yfir höfuð.
„Til að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar og halda bíó menningunni á lofti á þessum skrítnu tímum, ákváðum við hjá Smárabíó að bjóða í bílabíó,“ segir í tilkynningu frá Smárabíó.
Alls verða fjórar sýningar um helgina og verður frítt inn á plan. Í bílabíó sitja áhorfendur í eigin bílum en stilla á ákveðna tíðini í útvarpinu til að heyra hljóðið.
Dagskráin er:
Laugardagur:
kl. 16:00 - Jón Oddur og Jón Bjarni
kl. 20:00 - Dalalíf
Sunnudagur:
kl. 16:00 - Jón Oddur og Jón Bjarni
kl. 20:00 - Löggulíf
Tjaldið verður sett upp á efra plani Smáralindar þar sem inngangur Smárabíós er. Þar sem samkomubann er í gildi eru gestir beðnir um að halda sér inni í bílunum á meðan sýningu stendur.
Hér að neðan má sjá brot úr myndunum.