Lífið

Ók bílstjóranum í tilefni starfsloka: „Vonandi fæ ég áfram boð í lifrarpylsu til hans“

Andri Eysteinsson skrifar
Björn Kjartansson og Guðlaugur Þór hafa starfað saman í mörg ár.
Björn Kjartansson og Guðlaugur Þór hafa starfað saman í mörg ár. Facebook/Guðlaugur Þór

Bílstjóri utanríkisráðherra, Björn Kjartansson, hefur látið af störfum eftir langan tíma í starfinu. Í tilefni starfslokanna breytti utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, til og settist sjálfur í ökumannssætið.

Björn hefur starfað sem ráðherrabílstjóri síðan árið 1995 og hefur ekið Guðlaugi Þór á meðan hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra 2007-2009 og nú á tíma hans sem utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór segist munu sakna Björns, eða Bjössa eins og hann kallar hann, en vonar að sambandi þeirra sé ekki lokið þrátt fyrir starfslok Björns. „Þessa trausta og góða samstarfsaðila verður saknað og vonandi fæ ég áfram boð í lifrarpylsu til hans,“ skrifar Guðlaugur Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.