Baráttukveðjur 1. maí! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2020 07:00 Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar