Lífið samstarf

#höldumáfram: Æfingar fyrir þá sem deila heimili og vilja æfa saman

#höldumáfram
Tvíburarnir Bensi og Dóri æfa og þjálfa hjá CF Granda 101.
Tvíburarnir Bensi og Dóri æfa og þjálfa hjá CF Granda 101.

Tvíburarnir Bensi og Dóri sýna heimaæfingar sem henta vel fyrir þá sem deila heimili og vilja æfa saman. Þær nefnast Tabata Workout og eru hluti af verkefninu #höldumáfram.

Í hverju setti eru tvær æfingar. Fyrst er unnið  í 20 sekúndur, svo pásað í 10 sekúndur og svo er skipt um stöðu. Þetta er gert átta sinnum og svo farið yfir í næstu æfingu, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: #höldumáfram - Þáttur 2 - Bensi og Dóri

Æfingin er einföld í framkvæmd og í raun þarf ekki neitt nema eitt lítið handklæði. Hún krefst þess að aðilarnir vinni saman og setji pressu á hvorn annan og geri þetta skemmtilegt.

Verkefnið #höldumáfram snýr að því að hvetja fólk til að hugsa um líkamlega og andlega heilsu hvort sem það er að taka æfingu, fara í göngutúr, hugleiða eða hvað sem skiptir hvern og einn máli. En þessa dagana þarf fólk að gera það heima eða úti í náttúrunni. Sjá má fleiri æfingar hér fyrir neðan.

Klippa: #höldumáfram - Þáttur 1 - Böðvar Tandri

#höldumáfram er herferð á vegum Nocco. Í henni sýnir íþróttafólk og þjálfarar sniðugar æfingar. Einnig er fólk hvatt til að taka þátt á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #höldumáfram, sýna frá því sem það er að gera en um leið hvetja vini og aðra til að gera slíkt hið sama. Halda áfram að hugsa um sig því líkamleg og andleg heilsa hafa sjaldan skipt jafn miklu máli. Ekki bara fyrir hvern og einn heldur samfélagið í heild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×