Bubbi í beinni á Vísi í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 1. maí 2020 15:00 Bubbi Morthens hefur ekki látið sitt eftir liggja í samkomubanninu. Vísir/Vilhelm Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á skemmtidagskrá í samkomubanni. Frá því um miðjan mars hefur Bubbi Morthens haldið kórónutónleika á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem hefur verið streymt hér á Vísi. Tónleikar Bubba hafa vakið mikla athygli, þjóðin hefur greinilega lagt við hlustir því tugir þúsunda hafa horft á. Í kvöld er komið að lokatónleikum Bubba í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast klukkan 20.30. Bubbi mætir aftur á sviðið í Borgarleikhúsinu og verður hægt að horfa á hann hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á rás 5 á myndlyklum Vodafone, rás 8 á myndlyklum Símans og í Stöð 2 appinu. Bubbi fer yfir vel valin lög og skemmtisögur fyrir sumarfrí. Þar á meðal eru lög úr söngleiknum Níu líf sem margir bíða spenntir eftir að fari loksins í sýningar í haust. Hægt er að sjá síðustu tónleika Bubba í spilaranum hér fyrir neðan og einnig lagið Sjö dagar, sem Bubbi frumflutti á dögunum en það kallast á við atburðina sem við erum öll að upplifa þessa dagana. Klippa: Bubbi Morthens - Sjö dagar Klippa: Bubbi Morthens - Tónleikar 4 í samkomubanni Framundan í Borgó í beinni Á laugardag klukkan 12 les Esther Talía ævintýrið Rauðhetta og úlfurinn. Borgarleikhúsið hefur lagt áherslu á ævintýri fyrir krakkana á laugardögum og heldur því áfram nú um helgina. Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður síðan skyggnst á bak við tjöldin á söngleiknum Bláa hnettinum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði og sá um leikgerð og Kristjana Stefánssdóttir sá um tónlistina en þau mæta í spjall með Elmari Þórarinssyni á sunnudagskvöldið. Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Borgarleikhúsið í beinni Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Belgíska Kongó Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 30. apríl 2020 18:30 Barnalögin úr leikhúsinu Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 29. apríl 2020 11:00 Lee Proud og Bergur Þór í listamannaspjalli Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 28. apríl 2020 11:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á skemmtidagskrá í samkomubanni. Frá því um miðjan mars hefur Bubbi Morthens haldið kórónutónleika á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem hefur verið streymt hér á Vísi. Tónleikar Bubba hafa vakið mikla athygli, þjóðin hefur greinilega lagt við hlustir því tugir þúsunda hafa horft á. Í kvöld er komið að lokatónleikum Bubba í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast klukkan 20.30. Bubbi mætir aftur á sviðið í Borgarleikhúsinu og verður hægt að horfa á hann hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á rás 5 á myndlyklum Vodafone, rás 8 á myndlyklum Símans og í Stöð 2 appinu. Bubbi fer yfir vel valin lög og skemmtisögur fyrir sumarfrí. Þar á meðal eru lög úr söngleiknum Níu líf sem margir bíða spenntir eftir að fari loksins í sýningar í haust. Hægt er að sjá síðustu tónleika Bubba í spilaranum hér fyrir neðan og einnig lagið Sjö dagar, sem Bubbi frumflutti á dögunum en það kallast á við atburðina sem við erum öll að upplifa þessa dagana. Klippa: Bubbi Morthens - Sjö dagar Klippa: Bubbi Morthens - Tónleikar 4 í samkomubanni Framundan í Borgó í beinni Á laugardag klukkan 12 les Esther Talía ævintýrið Rauðhetta og úlfurinn. Borgarleikhúsið hefur lagt áherslu á ævintýri fyrir krakkana á laugardögum og heldur því áfram nú um helgina. Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður síðan skyggnst á bak við tjöldin á söngleiknum Bláa hnettinum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði og sá um leikgerð og Kristjana Stefánssdóttir sá um tónlistina en þau mæta í spjall með Elmari Þórarinssyni á sunnudagskvöldið. Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Borgarleikhúsið í beinni Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Belgíska Kongó Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 30. apríl 2020 18:30 Barnalögin úr leikhúsinu Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 29. apríl 2020 11:00 Lee Proud og Bergur Þór í listamannaspjalli Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 28. apríl 2020 11:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Belgíska Kongó Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 30. apríl 2020 18:30
Barnalögin úr leikhúsinu Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 29. apríl 2020 11:00
Lee Proud og Bergur Þór í listamannaspjalli Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni. 28. apríl 2020 11:30