Tónlist

Bubbi í beinni á Vísi í kvöld

Tinni Sveinsson skrifar
Bubbi Morthens hefur ekki látið sitt eftir liggja í samkomubanninu.
Bubbi Morthens hefur ekki látið sitt eftir liggja í samkomubanninu. Vísir/Vilhelm

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á skemmtidagskrá í samkomubanni.

Frá því um miðjan mars hefur Bubbi Morthens haldið kórónutónleika á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem hefur verið streymt hér á Vísi. Tónleikar Bubba hafa vakið mikla athygli, þjóðin hefur greinilega lagt við hlustir því tugir þúsunda hafa horft á.

Í kvöld er komið að lokatónleikum Bubba í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast klukkan 20.30. 

Bubbi mætir aftur á sviðið í Borgarleikhúsinu og verður hægt að horfa á hann hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á rás 5 á myndlyklum Vodafone, rás 8 á myndlyklum Símans og í Stöð 2 appinu.

Bubbi fer yfir vel valin lög og skemmtisögur fyrir sumarfrí. Þar á meðal eru lög úr söngleiknum Níu líf sem margir bíða spenntir eftir að fari loksins í sýningar í haust. 

Hægt er að sjá síðustu tónleika Bubba í spilaranum hér fyrir neðan og einnig lagið Sjö dagar, sem Bubbi frumflutti á dögunum en það kallast á við atburðina sem við erum öll að upplifa þessa dagana. 

Klippa: Bubbi Morthens - Sjö dagar
Klippa: Bubbi Morthens - Tónleikar 4 í samkomubanni

Framundan í Borgó í beinni

Á laugardag klukkan 12 les Esther Talía ævintýrið Rauðhetta og úlfurinn. Borgarleikhúsið hefur lagt áherslu á ævintýri fyrir krakkana á laugardögum og heldur því áfram nú um helgina.

Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður síðan skyggnst á bak við tjöldin á söngleiknum Bláa hnettinum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði og sá um leikgerð og Kristjana Stefánssdóttir sá um tónlistina en þau mæta í spjall með Elmari Þórarinssyni á sunnudagskvöldið.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Belgíska Kongó

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×