Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 13:56 Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál er ætlað að skýra reglur um kaup og sölu á jörðum og fasteignum og takmarka hvað aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins geta keypt mikið af landi. Vísir/Vilhelm Í frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES eru skýrðar nánar að mati ráðherra. Ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Töluvert hefur verið rætt um jarðakaup og uppsöfnun jarðaeigna í samfélaginu undanfarin ár vegna kaupa fjársterkra erlendra aðila eins og Jim Ratcliffe á jörðum Austurlandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið með þetta frumvarp í smíðum um nokkurt skeið og segir að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi. „Og stjórnvöld öðlast stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi," segir Katrín. Undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES séu skýrðar nánar en ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Gert sé ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali en kaupverð sé meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. Þetta sé mikið gagnsæismál. Þá er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum, sem aftur sé mikið gagnsæismál. Sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni verði gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. „Þá eru sett inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Markmiðið er að stjórnvöld hafi tæki til að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands. Gert ráð fyrir að þessi skylda eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið,“ segir Katrín. Einnig sé gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra, sem enn og aftur sé gagnsæismál. Loks séu lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningu lögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum. Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48 Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag eru undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES eru skýrðar nánar að mati ráðherra. Ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Töluvert hefur verið rætt um jarðakaup og uppsöfnun jarðaeigna í samfélaginu undanfarin ár vegna kaupa fjársterkra erlendra aðila eins og Jim Ratcliffe á jörðum Austurlandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið með þetta frumvarp í smíðum um nokkurt skeið og segir að nái frumvarpið fram að ganga muni skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi. „Og stjórnvöld öðlast stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi," segir Katrín. Undanþáguheimildir vegna skilyrða fyrir fasteignakaupum aðila utan EES séu skýrðar nánar en ákvæði núgildandi laga um það efni séu ekki nægjanlega skýr. Gert sé ráð fyrir að kaupverð eignar skuli koma fram í þinglýstu afsali en kaupverð sé meðal annars forsenda ákvörðunar fasteignamats. Þetta sé mikið gagnsæismál. Þá er lagt til að Landeignaskrá á vegum Þjóðskrár Íslands verði vettvangur fyrir samræmda opinbera skráningu á landupplýsingum, sem aftur sé mikið gagnsæismál. Sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni verði gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. „Þá eru sett inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Markmiðið er að stjórnvöld hafi tæki til að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands. Gert ráð fyrir að þessi skylda eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið,“ segir Katrín. Einnig sé gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra, sem enn og aftur sé gagnsæismál. Loks séu lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningu lögbýla og lausn lands úr landbúnaðarnotum.
Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15 Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48 Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni. 16. maí 2014 19:15
Sigurjón selur jörð sína þýskum kaupsýslumanni Þjóðverjinn Sven Jacobi hefur keypt Hellisfjörð fyrir austan. 5. febrúar 2019 14:48
Handhafar laxveiðihlunninda óttast umhverfisslys, þessu fylgi gríðarleg mengun og óhjákvæmilegt sé að laxar sleppi út. 22. september 2016 16:45