Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 13:30 Alfreð Finnbogason hefur þurft að bíða síðan í mars líkt og flestir fótboltamenn heimsins en er vongóður um að þýska deildin fari fyrst af stað aftur af stóru deildum Evrópu. VÍSIR/GETTY Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Vonir stóðu til að keppni hæfist á ný í deildinni, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 9. maí en nú er ljóst að það verður í fyrsta lagi 16. maí. Alfreð og félagar eru byrjaðir að æfa en þurfa að bíða um sinn með að spila fótbolta án takmarkana: „Við erum farnir að geta æft í aðeins stærri hópum og öll lið í Bundesligunni eru byrjuð að æfa núna. Við erum svona 10-12 í hóp núna og þetta er svona að nálgast það að vera venjulegar æfingar,“ sagði Alfreð við RÚV. Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 27 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á því eftir að leika níu deildarleiki á tímabilinu, takist að ljúka því. Róið er að því öllum árum: „Þjóðverjarnir eru búnir að leggja fram 20 manna læknateymi og teymi af sérfræðingum sem settu upp ákveðin ramma í kringum leikina sem verða spilaðir, þeir verða auðvitað spilaðir án áhorfenda. Þeir segjast vera 100% tilbúnir. Það vantar bara núna að pólitíkin gefi grænt ljós á að það megi fara að spila. Það meikar ekkert sens ef fólk þarf að halda tveggja metra fjarlægð á almannafæri en við að spila fótbolta. Þannig að það þarf að vera smá samræmi í þessu. En það er mikilvægt, varðandi samningsmál og fleira, að klára deildina fyrir 30. júní. Því að 1. júlí byrjar í raun nýtt tímabil þannig að það er mjög mikið flækjustig. Mín trú, eða það sem ég heyri af þessum stóru deildum, er að þýska deildin verði líklega sú fyrsta sem byrjar og sú fyrsta sem að klárar. Þannig að vonandi gengur það eftir,“ sagði Alfreð við RÚV. Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Vonir stóðu til að keppni hæfist á ný í deildinni, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 9. maí en nú er ljóst að það verður í fyrsta lagi 16. maí. Alfreð og félagar eru byrjaðir að æfa en þurfa að bíða um sinn með að spila fótbolta án takmarkana: „Við erum farnir að geta æft í aðeins stærri hópum og öll lið í Bundesligunni eru byrjuð að æfa núna. Við erum svona 10-12 í hóp núna og þetta er svona að nálgast það að vera venjulegar æfingar,“ sagði Alfreð við RÚV. Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 27 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á því eftir að leika níu deildarleiki á tímabilinu, takist að ljúka því. Róið er að því öllum árum: „Þjóðverjarnir eru búnir að leggja fram 20 manna læknateymi og teymi af sérfræðingum sem settu upp ákveðin ramma í kringum leikina sem verða spilaðir, þeir verða auðvitað spilaðir án áhorfenda. Þeir segjast vera 100% tilbúnir. Það vantar bara núna að pólitíkin gefi grænt ljós á að það megi fara að spila. Það meikar ekkert sens ef fólk þarf að halda tveggja metra fjarlægð á almannafæri en við að spila fótbolta. Þannig að það þarf að vera smá samræmi í þessu. En það er mikilvægt, varðandi samningsmál og fleira, að klára deildina fyrir 30. júní. Því að 1. júlí byrjar í raun nýtt tímabil þannig að það er mjög mikið flækjustig. Mín trú, eða það sem ég heyri af þessum stóru deildum, er að þýska deildin verði líklega sú fyrsta sem byrjar og sú fyrsta sem að klárar. Þannig að vonandi gengur það eftir,“ sagði Alfreð við RÚV.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30
Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41
Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30